Stöður við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar tímabundnar 80% stöður stuðningsfulltrúa skólaárið 2024-2025 frá 15. ágúst 2024 - 4. júní 2025. 

Einnig er laus 50% staða forstöðumanns frístundar frá og með 12. ágúst 2024.

 

Helstu verkefni og hæfnikröfur fyrir starf stuðningsfulltrúa:

  • Æskilegt að hafa lokið námi sem stuðningsfulltrúi

  • Stuðningur og gæsla við nemendur í skóla og frístundastarfi.

  • Gæsla í frímínútum

  • Jákvæðni, lipurð, sveigjanleiki og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg

  • Reynsla af vinnu með börnum æskileg

  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Stundvísi

  • Gott vald á íslensku skilyrði

 

Starfstími er kennslu- og starfsdaga 15. ágúst 2024 til og með 4. júní 2025.

 

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust 50% framtíðarstarf umsjónarmanns frístundar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 12. ágúst 2024. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmaður sér um skipulag daglegs starfs Frístundar

  • Sér um skráningar sem tengjast Frístund

  • Kappkostar að eiga gott samstarf og samskipti við þjónustunotendur og fjölskyldur þeirra

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að starfa með börnum

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af sambærilegum störfum er kostur

  • Frumkvæði og faglegur metnaður

  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum og starfi

  • Reynsla á starfsmannahaldi kostur

  • Góðir skipulagshæfileikar

  • Ábyrgð og stundvísi

  • Gott vald á íslensku skilyrði

 

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Öll kyn hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans.

 

Umsóknafrestur er til kl. 12:00 föstudaginn 28. júní 2024. Umsóknir skulu berast rafrænt á eydisbara@skoli.hunathing.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um störfin.

 

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára.

 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um viðkomandi, auk upplýsinga um umsagnaraðila. Ekki þarf að endurnýja umsóknir sem þegar hafa verið sendar inn.

 

Skv. grunnskólalögum nr.91/2008 er óheimilt er að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

 

Laun skv. kjarasamningi SGS við sveitarfélög.

 

Skólastjóri