Ráðgjafi

Ráðgjafi við grunnskólann er Fanney Dögg Indriðadóttir og er hún með fasta viðveru í grunnskólanum þar sem hún veitir viðtöl og ráðgjöf í samráði við umsjónarkennara og foreldra.   

 

Nemendur og foreldrar eru hvattir til að nýta sér aðstoð ráðgjafa. Hægt er að hafa samband með því að fylla út eyðublað á heimasíðu skólans.

 


Helstu verkefni eru:

  • Að veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur. 

  • Að standa vörð um velferð nemenda. 

  • Að stuðla að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu þannig að þeir meti raunsætt möguleika varðandi nám og starf. 

  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum og hvetja til sjálfsábyrgðar og stefnufestu. 

  • Að safna og miðla upplýsingum um nám og störf. 

  • Að undirbúa nemendur undir flutning milli skóla og /eða skólastiga.

  • Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi. 

  • Að hjálpa nemendum við að leita sér aðstoðar innan og utan skólans. 


Lögð er áhersla á að ráðgjöfin standi öllum til boða og ekki þurfi að vera fyrir hendi vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til að þeir geti komið í viðtal. Ef nemendur langar til að ræða við einhvern um daginn og veginn eða vonir sínar og væntingar í lífinu þá er um að gera að leita til skólans. Nemendur geta líka verið boðaðir til viðtals og ekki þarf að vera nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.  Þagnarskylda ríkir varðandi allar upplýsingar varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa.