Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun Grunnskóla Húnaþings vestra

 

Grunnskóli Húnaþings vestra vinnur að forvörnum með stýrihópi um forvarnir hjá Húnaþingi vestra og skólahjúkrunarfræðingi sem sinnir markvissu forvarnarstarfi. Þar að auki hafa verið sett markmið skólans í forvarnarvinnu:

 

1. Vinna gegn vímuefnaneyslu barna

  • Skólinn og allir starfsmenn hans hafa tekið skýra afstöðu gegn vímuefnaneyslu ungmenna og láta hana í ljósi.
  • Öll neysla vímuefna ávana- og fíkniefna er bönnuð í skólanum. Ef einhver verður uppvís að slíku eru foreldrar látnir vita.
  • Ef starfsfólk fær ábendingar um tóbaksnotkun (reykingar raf- og venjulegra sígaretta, munn- og neftóbak) eða fíkniefnaneyslu nemenda eru foreldrar látnir strax vita.
  • Skipulögð forvarnafræðsla er fastur liður í skólastarfinu með aðkomu stýrihóps um forvarnir, foreldrafélags og nemendaráðs.

 

 2. Hvatning til hollra lífshátta og tómstunda  

  • Fjallað er um mikilvægi heilbrigðs lífernis í kennslu, t.d. í íþróttum, líffræði, heimilisfræði og lífsleikni.
  • Áhersla er lögð á almenna þátttöku nemenda í félags- og tómstundastarfi.

 

3. Bætt samskipti og vinna gegn einelti

  • Umsjónarkennarar vinna markvisst að því að efla góðan bekkjaranda og byggja upp persónuleg tengsl við nemendur sína.
  • Tekið er á eineltismálum í samvinnu starfsfólks og foreldra.

 

4. Foreldrar verði virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna

  • Sameiginlegar skemmtanir og fundir fyrir foreldra og unglinga eru haldnar árlega.
  • Þrjú viðtöl yfir veturinn þar sem kennarar hitta nemendur og foreldra saman og farið yfir hvernig gengur, nemendur setja sér markmið fyrst að hausti, farið síðan yfir þau í nóvember, þau endurskoðuð og metin. Viðtal aftur í febrúar/mars þar sem sama vinna fer fram.