- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Nemendaráð Grunnskóla Húnaþings vestra
Hlutverk nemendaráðs er m.a. að vera fulltrúar nemenda gagnvart stjórn skólans og skólayfirvöldum. Nemendaráð er æðsta ráð nemenda við skólann og vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Tilgangur nemendaráðs er m.a. að efla félagslegan áhuga nemenda og standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda. Nemendaráð fjallar um efni sem tengjast félagsstarfi nemenda, ráðið hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skólastarfi og leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja aðra nemendur. Nemendaráð er skólastjórn til ráðgjafar um ýmis mál er snerta nemendahópinn sem heild. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, reglulega fundi og opin skoðanaskipti.
Í nemendaráði er lögð áhersla á að nemendur temji sér prúða framkomu og vinsamleg samskipti við aðra, jafnt innan skóla sem utan. Nemendur eru fræddir um skipulagt félagsstarf, fundi og fundarsköp, og fleira.
Nemandi sem kjörinn er í nemendaráð í 9. bekk situr í skólaráði í tvö ár.
Í nemendaráði sitja fulltrúar mið- og unglingastigs, þ.e. einn fulltrúi og einn til vara úr hverri bekkjardeild í 5. - 9. bekk og tveir fulltrúar og tveir til vara í 10. bekk. Formaður nemendaráðs kemur úr 10. bekk. Hlutverk formanns er einkum að hafa forystu í félagslífi nemenda og koma fram fyrir hönd þess.
Hlutverk, viðmið og gildi nemendaráðs:
Nemendaráð fundar reglulega. Allir meðlimir nemendaráðs hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og þau helstu eru;
Fulltrúar nemendaráðs
skulu vinna að hagsmuna- og velferðarmálum allra nemenda.
eru fyrirmynd í orði og gjörðum innan skólans sem utan.
eru talsmenn nemenda og koma hugmyndum og ábendingum þeirra inn á borð nemendaráðs.
eru fulltrúar nemenda gagnvart stjórn skólans og skólayfirvöldum.
beri upp erindi til umfjöllunar á fundum ráðsins.
hvetja aðra nemendur til þátttöku í starfi skólans og félagsstarfi með jákvæðu umtali.
hlusta á hugmyndir frá öðrum nemendum, veri skapandi og stuðli þannig að því að allir nemendur upplifi sig sem hluta af heildinni.
skipuleggja og mæta á nemendaráðsfundi og taka virkan þátt í umræðum og verkefnum á hverjum fundi.
koma að undirbúningi og útfærslu viðburða og hjálpa starfsfólki við frágang að viðburðum loknum.
Verkefni sem eru á ábyrgð nemendaráðs:
Söngvarakeppni grunnskólans
Árshátíð grunnskólans
Bókadagur
Umhverfisdagar
Hlutverk formanns nemendaráðs:
Stjórnar nemendaráðsfundum.
Skipuleggur störf nemendaráðs og sér um verkaskiptingu.
Heldur ræðu á árshátíð grunnskólans
Er talsmaður nemendaráðs út á við.
Sýnir starfi sínu áhuga og sinnir því vel.
Er í góðu sambandi við skólayfirvöld, kennara, starfsfólk og samnemendur.
Nemendaráð starfar undir leiðsögn skólastjórnenda.
Meðlimir nemendaráðs hafa tækifæri til þess að sinna sínum störfum á skólatíma m.a. sem val.
Ætlast er til að þeir sem sitja í nemendaráði séu til fyrirmyndar fyrir aðra nemendur og fari í einu og öllu að reglum skólans.
Meti stjórnendur skólans svo að nemendaráðsmaður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans er viðkomandi áminntur eða látinn víkja úr ráðinu svo hægt sé að hleypa öðrum áhugasömum að. Þó er umsvifalaust brottrekstrarsök gerist nemendaráðsmaður uppvís að broti á landslögum, reglum skólans eða félagsmiðstöðvarinnar, en þess þó gætt að andmælaréttur þeirra sé virtur.
Starfsreglur nemendaráðs eru endurskoðaðar á hverju vori af sitjandi nemendaráði.
Nemendaráð 2025 -2026 skipa:
5. bekkur: Aðalmaður: Bryndís Jóna, Sigríður Inga til vara.
6. bekkur: Aðalmaður: Þröstur Elí, Elín Rannveig til vara.
7. bekkur: Aðalmaður: Margrét Ragna, Fíus Franz til vara.
8. bekkur: Aðalmaður: Íris Emma, Brynjar Logi til vara.
9. bekkur: Aðalmaður: Jónas Bjartur, Júlía Sólín til vara.
10. bekkur: Aðalmenn: Bríet Anja og Emelía Íris. Benedikt Logi og Aníta Rós til vara.