Nemendaráð

 

 

Nemendaráð Grunnskóla Húnaþings vestra

Hlutverk nemendaráðs er m.a. að vera fulltrúar nemenda gagnvart stjórn skólans og skólayfirvöldum. Nemendaráð fundar að meðaltali aðra hvora viku. Hlutverk formanns nemendaráðsins er einkum að hafa forystu í félagslífi nemenda og koma fram fyrir hönd þess. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð fjallar um efni sem tengjast félagsstarfi nemenda, ráðið hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skólastarfi og leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja aðra nemendur. Nemendaráð er skólastjórn til ráðgjafar um ýmis mál er snerta nemendahópinn sem heild. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, reglulega fundi og opin skoðanaskipti.

Í nemendaráði er lögð áhersla á að nemendur temji sér prúða framkomu og vinsamleg samskipti við aðra, jafnt innan skóla sem utan. Nemendur eru fræddir um skipulagt félagsstarf, fundi og fundarsköp, og fleira.

Nemandi sem kjörinn er í nemendaráð í 9. bekk situr í skólaráði í tvö ár.

 

Nemendaráð 2023 -2024 skipa:

5. bekkur:  Aðalmaður: Styrmir Logi, Fíus Franz til vara.

6. bekkur: Aðalmaður: Herdís Erla, Ísar Myrkvi til vara.

7. bekkur: Aðalmaður: Silja, Guðmundur Kári til vara

8. bekkur: Aðalmaður:  Bríet Anja, Herborg Gróa til vara.

9. bekkur: Aðalmaður: Sverrir Franz, Eyrún Irma til vara.

10. bekkur: Aðalmenn: Valgerður Alda og Nóa Sophia, Fanney Dís og Indriði Rökkvi til vara.

Fundargerðir 2022-2023