Skólabílar koma til skólans um 8:10 að morgni og aka heim kl. 14:30 alla daga nema föstudaga, þá er ekið heim kl. 13:30.
Hér til hægri má finna nöfn og símanúmer bílstjóra og tímaáætlanir fyrir akstursleiðir miðað við venjulegan skólatíma. Varðandi tímaáætlanirnar ber að taka fram að þar er að sjálfsögðu aðeins um viðmið að ræða. Þessar tímasetningar miðast við besta færi og aðstæður og geta að sjálfsögðu breyst nokkuð eftir því hvernig aðstæður eru til aksturs.
Um helmingur nemenda Grunnskóla Húnaþings vestra njóta skólaaksturs á einn eða annan hátt.
Nemendur í dreifbýlinu eru allir í daglegum akstri og þurfa foreldrar og nemendur að fylgjast með ferðum skólabíls svo nemandinn sé tilbúinn þegar hann ber að garði.
Í byrjun hvers skólaárs gera skólabílstjórar tímaáætlun á sinni leið, svo að nemendur viti hvenær bílsins sé að vænta, áætlanir þessar eru birtar á heimasíðu skólans.
Að gefnu tilefni er foreldrum bent á að vegna nemendafjölda í hverjum skólabíl geta nemendur ekki treyst því að þeir komist með öðrum skólabíl en sínum. Ef nemendur þurfa að fara með öðrum skólabíl af einhverjum orsökum þurfa foreldrar að hafa samband við viðkomandi skólabílstjóra.
Ef nemendur hafa leyfi frá skóla eða eru veikir er mikilvægt að bílstjórar fái að vita slíkt. Foreldrar sjá um þá tilkynningu.
Bílstjóri og foreldri/forráðamaður barns hafa sameiginlega ábyrgð á að nemendur komist hindrunarlaust milli heimilis og bíls ( bíls og heimilis). Sé hindrun á heimreið, skal foreldri/forráðamaður sjá um að koma barni sínu í veg fyrir skólabíl.
Allir nemendur í skólabílum skulu nota öryggisbelti.
Reglur um skólaakstur má lesa hér.