Mötuneytið

Matseðil má sjá hér til hægri.

Allir nemendur skólans eiga kost á heitri máltíð í hádeginu. Maturinn er eldaður á veitingahúsinu Sjávarborg. Mötuneytisgjald er innheimt mánaðarlega samkvæmt gjaldskrá Húnaþings vestra. 
Gengið er út frá því að allir nemendur borði hádegisverð.

Einnig stendur nemendum til boða morgunhressing og síðdegishressing.

Í mötuneytinu er hollur og góður matur og grænmeti með hverri máltíð, einnig er alltaf boðið upp á ávexti.

Ef foreldrar óska eftir að stök vika falli úr áskrift þarf að biðja um það fyrir fram, fyrir mánaðarmót komandi mánaðar. Einunings eru felldar út heilar vikur í áskrift en ekki stakir dagar. Beiðni um þetta berist á netfangið grunnskoli@skoli.hunathing.is


Matráðskona Sjávarborgar er Kristín Heiða Baldursdóttir og matráður skólans er Sigrún Eva Þórisdóttir