Heimadagar

Reglur um heimadag nemenda í 1. – 4. bekk

Nemendur í 1. – 4. bekk sem eiga langt að fara frá heimili sínu til skóla og erfiða leið 
að fara er gefinn kostur á að sækja skóla fjóra daga í viku, hluta úr vetri eða allan. Ef 
foreldrar æskja slíks skulu þeir sækja um það skriflega til skólastjóra að hausti sem 
metur og afgreiðir umsóknir í samráði við umsjónarkennara. Ef ekki er sátt um 
afgreiðslu skólastjóra geta foreldar vísað málinu til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Foreldrar skuldbinda sig til að fara eftir skólanámskrá og vinna að þeim námsþáttum 
sem skilgreindir eru í áformum/námsáætlun nemenda í samráði við umsjónarkennara. 
Umsjónarkennari fylgist með námsframvindu nemenda í samvinnu við foreldra. Ef 
námsmarkmiðum er ekki fylgt eða aðrar ríkar ástæður kalla á, getur skólastjóri rift 
samkomulagi um heimadag.

Nemendur skulu eingöngu hafa miðvikudag fyrir vikulegan heimadag. Heimadagar 
skráist sem „heimadagar“ í skráningarkerfi skólans og koma fram á vitnisburðarblaði. 
Aðrir dagar úr skóla skráist eftir atvikum, „veikindi“, „leyfi“ o.þ.h.

Samþykkt á 797. fundi byggðarráðs þann 22. júlí 2013