Átaksverkefni gegn skólaforðun

Snemmtæk íhlutun og samvinna heimilis og skóla gegnir lykilatriði þegar við vinnum með skólaforðun. Margir foreldrar falla í þá gryfju að gefa eftir þegar börn þeirra sýna fælni gagnvart skóla sem er mannlegt þar sem við viljum vera góð við börnin okkar og vernda þau.

Stundum á slíkt rétt á sér ef að vandi barnsins lýsir sér í erfiðleikum í skóla hvort sem er af námslegum eða félagslegum toga sem þá ber að leysa. Ef barnið forðast skólann af öðrum orsökum er mikilvægt að styðja við barnið eftir þörf og að foreldrar aðstoði barnið við að takast á við fælnina eða flóttahegðunina. Hvert og eitt mál er einstakt og þarf að vinna í eftir greiningu á vanda hvers barns.

Forsenda náms er vellíðan í skóla og mikilvægt að foreldrar og kennarar séu vakandi yfir þáttum í fari barna og unglinga sem bent gætu til þess að ástæða sé til að grípa inn í, áður en að vandi verður til eða vindur upp á sig.

Það er til mikils að vinna að ná fyrir vandann áður en hann verður alvarlegur og langvinnur og hefur mögulega langvarandi áhrif á þroska og framtíðarmöguleika barnsins eða unglingsins. Lang oftast er hægt að snúa þróun við með léttvægum aðgerðum og ráðleggingum þegar tekið er snemma á mögulegum vanda.

Dreifibréf sem kynnt var á foreldrfundum á unglingastigi má nálgast hér

Unnið er samkvæmt skólasóknarkerfi sem lýst er í béfinu en athugasemdum er hægt að koma til skólans á netfangið grunnskoli@skoli.hunathing.is. Skólasóknarkerfið á eftir að fá umræðu og staðfestingu skólaráðs og fræðsluráðs.