Viðbrögð við agabrotum

Að öllu jöfnu skulu viðbrögð við brotum á skólareglum vera skv. eftirfarandi ferli:

Við alvarlegri brot getur þó verið nauðsynlegt að viðhafa aðra málsmeðferð og vísa málum beint til umsjónarkennara eða skólastjórnenda eftir atvikum.

 

Mikilvægt er að alltaf sé rætt við nemenda sem brýtur skólareglur og skýringa leitað á brotinu.

 

  1. Kennari / starfsmaður skráir brotið í Mentor og ræðir við nemandann

 

  • Endurtekin brot 

 

  1. Umsjónarkennari ræðir við nemandann og skráir viðtal / hringir heim

 

  • Enn endurtekin brot 

 

  1. Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri viðtal við nemanda/samband við heimili

 

  • Lagast ekki

 

  1. Fundur eftirtalinna aðila: Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri, nemandi, foreldri og umsjónarkennari

 

  • Lagast ekki

 

  1. Nemendaverndarráð tekur ákvörðum um frekari aðgerðir

 

Mikilvægt er að allar upplýsingar varðandi nemendur komist til umsjónarkennara. Allar upplýsingar um brot á skólareglum, agabrot og viðtöl eru skráðar í Mentor og halda umsjónarkennarar utan um skráningu sem varða þeirra umsjónarnemendur og þeir, ásamt skólastjórnendum, meta hvenær ástæða er til að vísa málum áfram skv. framangreindu ferli.

 

Viðmiðanir um meðferð nokkurra brota:

 

Nemandi mætir of seint, mætir óundirbúinn eða án gagna.

Nemandi telst mæta of seint ef hann mætir á eftir kennara í kennslustund. Brotið skal skráð í Mentor og rætt við nemandann um brotið. 

 

Óheimil fjarvist úr kennslustund.

Óheimil fjarvist úr kennslustund telst þegar nemandi sleppir kennslustund án leyfis eða mætir meira en 15 mínútum of seint í kennslustundina eða víkur úr kennslustund án leyfis.  Brotið skráð, rætt við nemandann og umsjónarkennari látinn vita. Hann hefur samband við foreldra ef sýnt þykir að nemandi hafi vísvitandi skrópað í kennslustundina.

 

Brottvísun úr kennslustund.

Kennara er heimilt að vísa nemanda úr kennslustund valdi hann verulegri truflun í kennslustund og láti ekki skipast við tilsögn og aðvaranir kennara.  Það að vísa nemanda úr kennslustund er neyðarúrræði svo að ef þess er nokkur kostur skal kennari leitast við að ná samkomulagi við nemandann, t.d. með því að taka hann á eintal, áður en til þess ráðs er gripið að vísa honum út.  Nemandi sem vísað er úr kennslustund skal fara á ákveðinn stað við skrifstofu skólastjórnenda og bíða þess að umsjónarkennari eða skólastjórnendur ræði við hann og hafi samband við forráðamenn.  Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri metur hvort ástæða er til að nemandinn sé undir hans eftirliti það sem eftir lifir dagsins eða jafnvel hvort ástæða sé til að boða foreldra og láta þá sækja nemandann þannig að hann sé heima það sem eftir er dagsins.  

 

Umgengni og hegðun á göngum.

Starfsmönnum ber að hafa afskipti af nemendum verði þeir varir við hegðun eða umgengni sem telst ámælisverð.  Starfsmenn skulu ræða við nemendur, skrá brotið og tilkynna umsjónarkennara.  Við alvarleg brot s.s. ofbeldi af einhverju tagi skal senda nemanda á skrifstofu skólastjórnenda þar sem hann skal bíða viðtals við umsjónarkennara og/eða skólastjórnendur.    

 

Tóbaks- eða vímuefnanotkun 

Málinu vísað til umsjónarkennara og skólastjórnenda sem vinna að lausn þess með forráðamönnum nemanda.

 

Brot í ferðalögum á vegum skólans

Brjóti nemandi ítrekað eða alvarlega af sér í ferðalögum á vegum skólans áskilur skólinn sér rétt til að senda nemandann tafarlaust heim á kostnað foreldra.

 

Viðbrögð við ítrekuðum brotum

Brjóti nemandi ítrekað af sér er leitað samstarfs við foreldra um lausn málsins, t.d. með gerð samnings við nemandann og forráðamenn.  Viðurlög í samningi af þessu tagi gætu t.d. verið að nemandi verði undir sérstöku eftirliti skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra annaðhvort heila daga eða utan kennslustunda, að nemandi sitji eftir til að sinna heimanámi, að foreldrar fylgi nemanda í skólann, að þátttaka nemanda í félagslífi og ferðalögum á vegum skólans verði takmörkuð o.s.frv.

Beri samstarf við foreldra ekki árangur er málefnum viðkomandi nemanda vísað til nemendaverndarráðs sem ákveður frekari aðgerðir.

Skólastjóra er heimilt að grípa til þess neyðarúrræðis að vísa nemanda tímabundið úr skóla meðan unnið er að lausn mála hans.