PEERS þjálfun

 

PEERS er gagnreynd aðferð til að þjálfa félagsfærni hjá börnum, unglingum og ungmennum. Ingveldur Ása þorskaþjálfi hefur menntað sig sérstaklega í PEERS. PEERS er skammstöfun fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills. 

Hverjum hóp er kennt í gegnum beinar leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni. Foreldrar fá líka leiðbeiningablöð send heim sem og heimaverkefnin, enda er mikilvægt að foreldrar geti fylgst með þjálfuninni og verið þátttakendur í henni. 

Það sem er kennt:

·        Kynning og samtalsfærni – að skiptast á upplýsingum

·        Samræður á milli tveggja eða fleiri aðila

·        Rafræn samskipti

·        Að velja sér vini við hæfi

·        Hvernig grínast (djókar) maður á viðeigandi hátt

·        Að koma inn í samræður

·        Að yfirgefa samræður

·        Hittingur – að hitta vini

·        Að sýna góðan íþróttaanda

·        Höfnun I – stríðni/einelti og niðurlægjandi athugasemdir

·        Höfnun II – líkamlegt einelti og slæm ímynd

·        Leiðir til að takast á við ágreining

·        Kjaftasögur og slúður

Hér má sjá viðtal við Dr. Elizabeth Laugeson um þjálfunina.