Frístund

Frístund

 

Börn í 1.- 4. bekk skólans eiga kost á að dvelja í Frístund eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:00.  Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk geta einnig sótt um vistun innan starfstíma skóla í frístund ef fjöldi leyfir. Frístund starfar einnig alla aðra virka almanaksdaga ársins (nema viðtalsdaga, á skólaslitum og skólasetningu) frá kl. 8:00 – 16:00. Sumarfrí Frístundar er á sama tíma og sumarfrí leikskólans Ásgarðs ár hvert.

 

Þá daga sem skóli starfar ekki innan skóladagatals (s.s. starfsdaga, jólafrí og páskafrí) þarf að skrá nemendur í Frístund innan uppgefins tíma.  Skráning fer fram á heimasíðu. Enginn skráist sjálfkrafa í vistun þessa daga og ef enginn er skráður er Frístund lokuð.
Skrá þarf börn í Frístund fyrir allan veturinn með skráningarblaði sem tilgreinir hvaða daga  á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en skráningarblaði hefur verið skilað.

Frístund utan starfstíma skóla á sumrin þarf að skrá sérstaklega samkvæmt auglýsingu.

 

Greitt er fyrir Frístund samkvæmt mánaðargjaldi, óháð því hvort barn dvelur allan þann tíma sem skráður er eða ekki. Síðdegishressing er innifalin í vistunargjaldi. Greitt er sérstaklega fyrir morgunhressingu og hádegismat ef um fullan dag er um að ræða.

 

Í neyðartilfellum er hægt að biðja um vistun með stuttum fyrirvara hjá umsjónarmanni Frístundar og þá er greitt sérstakt gjald,  fyrir hálfan eða heilan dag (4 tíma).

 

Eftir sumarfrí Frístundar og leikskóla eiga verðandi nemendur í 1. bekk skólans rétt á vistun.

 

Umsókn - tímaskráning
Foreldrar skuldbinda sig til að halda staðfestum vistunartíma á starfstíma skóla samkvæmt skóladagatali. Óski foreldrar eftir breytingu á dvalartíma barnsins, þarf að sækja um breytingu skriflega. Uppsögn eða breytingar á dvalartíma taka gildi miðað við 1. hvers mánaðar og þarf að tilkynna fyrir 15. dags mánaðarins á undan.

Frí og hvers konar forföll þarf að tilkynna, annað hvort beint í Frístund (sími 895-2915) eða til skólastjórnenda (sími 455-2900) Ef um breyttan áður skráðan tíma er að ræða er líka hægt að senda börnin með skrifleg skilaboð t.d. að fá að fara fyrr heim eða heim með vini.  Leyfi til þess þurfa að koma frá foreldrum.

Langir dagar:  Skoðið skóladagatalið vel. Þá daga sem engin kennsla er eða frí (t.d. jóla- og  páskafrí og starfsdaga) er opið frá 8:00 – 16:00. Skrá þarf börnin sérstaklega í frístund þessa daga og er minnt á þá þegar þeir eru. Engin börn er skráð sjálfkrafa þessa daga. 

Gjaldskrá
Mánaðargjald er samkvæmt gjaldskrá Húnaþings vestra.

Vistun utan skráningar, hvert skipti, ½ dagur (4 tímar) samkvæmt gjaldskrá Húnaþings vestra.

 

LEIÐARLJÓS FRÍSTUNDAR 

í Grunnskóla Húnaþings vestra

 

Að bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra.

 

Umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.BÖRNIN Í FRÍSTUND

 

 • Börnum líður vel og eru örugg, heilbrigð og glöð

  • Í frístundastarfinu finna börn til öryggis í öllu starfi 

  • Í frístundastarfinu er unnið gegn andfélagslegri hegðun í hverju svo sem hún kann að birtast svo sem einelti, öðru ofbeldi, niðurlægingu og kynbundinni og annars konar mismunun til að tryggja almenna velferð barna

  •  frístundastarfinu er hlúð að börnum í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar

 • Börnin hafa sterka sjálfsmynd og félagsfærni

  • Í frístundastarfinu er unnið að því að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra og samskiptahæfni 

  • Jafnrétti er lykilþáttur í öllu starfi þannig að allir fái að njóta sín á eigin forsendum í samfélagi gagnkvæmrar virðingar án mismununar 

  • Í frístundastarfinu fá börnin tækifæri til að skiptast á skoðunum við önnur börn og fullorðna, miðla málum og finna sameiginlegar lausnir 

 • Börnin eru virkir þátttakendur og hafa jöfn tækifæri til að hafa áhrif á starfið og aðstæður

  • Leitað er eftir sjónarmiðum barna þegar teknar eru ákvarðanir um starfið

  • Frjálsum leik barna er gefið gott svigrúm

  • Börnin hafa daglega val um fjölbreytt og ögrandi viðfangsefni og taka þátt í að móta þau í samstarfi við starfsfólk

 • Börnin eru áhugasöm um starfið og styrkur þeirra fær að njóta sín

  • Starfið tekur mið af aldri og þroska barna

  • Í frístundastarfinu er lögð áhersla á styrk barna og áhuga

  • Börn sýna áhuga á því að sækja frístund

 

 

STARFSHÆTTIR OG VIÐFANGSEFNI

 

 • Virkt samstarf er við foreldra, skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög og aðra í Húnaþingi vestra

  • Forstöðumaður leitar virks samráðs við skólastjóra,starfsfólk skóla, foreldra, forstöðumenn íþrótta- og æskulýðsfélaga og tónlistarskóla um sameiginleg málefni

  • Foreldrar eru ánægðir með viðfangsefni barnanna

  • Foreldrar eru ánægðir með samskiptin við starfsfólk

 • Starfsumhverfið er án aðgreiningar og einkennist af hlýju, öryggi og virðingu

  • Fullt aðgengi er fyrir öll börn að starfinu

  • Sérhvert barn tekur þátt í dagskrá og nýtur samveru með öllum börnum

  • Börn fá viðeigandi stuðning við allt starf

 • Viðfangsefnin eru fjölbreytt og skapandi og mótast af áhuga barna og þroska þeirra

  • Börnin eru hvött til að vera forvitin og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni, þar sem náttúra og nærumhverfi eru nýtt sem vettvangur leiks og starfs

  • Boðið er upp á smiðjur og fræðslu um tiltekin málefni, þar sem áhersla er lögð á skapandi starf og listsköpun

  • Útivera og viðburðir eru reglubundnir þættir í frístundastarfinu

 • Lýðræðislegir starfshættir, frumkvæði barna, val og frjáls leikur eru ríkjandi 

  • Skipulega er unnið með lýðræði í starfi með börnunum

  • Börnin eru hvött til að koma með eigin hugmyndir að viðfangsefnum og þau studd í útfærslu og framkvæmd þeirra

  • Börn eru hvött til að tjá skoðanir sínar á markvissan og uppbyggilegan hátt

 

MANNAUÐUR OG FAGLEGT STARF

 

 • Húnaþing vestra mótar stefnu um frístund í menntastefnu og stuðlar að fagþróun starfsins

  • Grunnskólinn veitir viðeigandi fræðslu til nýrra starfsmanna frístundar, hvetur til og skapar aðstæður til starfsþróunar

  • Grunnskólinn stuðlar að þróun og nýbreytni í samstarfi við hagsmunaaðila; börnin, foreldra, starfsfólk og grenndarsamfélagið

  • Grunnskólinn stendur fyrir mati á starfsemi frístundar

 • Uppeldismenntaður forstöðumaður stýrir starfseminni og veitir faglega forystu

  • Forstöðumaður hefur forystu um mótun frístundastarfsins og leitast við að innleiða faglega starfshætti

  • Við ráðningar skal liggja fyrir sakavottorð, sem snýr að ofbeldi eða misnotkun eða heimild forstöðumanns til að afla upplýsinga úr sakaskrá

  • Forstöðumaður virkjar starfsfólk, börn og aðra hagsmunaaðila við mótun þjónustunnar

 • Starfsfólk er hæft og hefur frumkvæði að því að nýta áhugamál sín og þekkingu í starfi

  • Starfsfólk tryggir börnunum fjölbreytt og uppbyggileg viðfangsefni 

  • Starfsfólk er ánægt í starfi og telur hæfni sína og þekkingu vel nýtta

  • Starfsfólk vinnur saman að útfærslu viðfangsefna

 • Starfsfólk er jákvætt í samskiptum og kemur fram við öll börn af virðingu og umhyggju

  • Starfsfólk kemur vel til móts við þarfir einstakra barna þannig að margbreytileiki í barnahópnum nýtur sín

  • Samskipti starfsfólks við börnin og hvert annað einkennast af umhyggjusemi, þolinmæði og lausnarmiðun

  • Starfsfólk hrósar og hvetur hvert annað og börnin

 

BJARGIR OG SKIPULAG

 

 • Skilvirk upplýsinga- og samskiptatækni styður við starfsemina á fjölbreyttan hátt

  • Grunnskólinn veitir viðeigandi fræðslu til nýrra starfsmanna frístundar, hvetur til og skapar aðstæður til starfsþróunar. Í frístund er sími og nettengdur búnaður

  • Upplýsingar um frístund á heimasíðu grunnskólans inniheldur réttar grunnupplýsingar um starfsemina, er virkur og uppfærður reglulega

  • Upplýsinga- og samskiptatækni er nýtt til samstarfs við foreldra og ýmsa samstarfsaðila

 • Starfsemin er skipulögð, opnunartími og dagskipulag eru sýnileg og kynnt börnum, foreldrum og helstu samstarfsaðilum

  • Grunnskólinn setur fram skýr viðmið um fjölda barna á hvern starfsmann og lágmarksstærð rýmis á hvert barn

  • Skipulag starfseminnar, samstarf aðila, og verkaskipting starfsfólks eru skýr og kynnt og endurmetin reglulega út frá þörfum barnsins

  • Tekið er á móti börnum og þau kvödd með skipulögðum hætti, þannig að ljóst sé hve mörg börn eru í frístundinni hverju sinni 

 • Húsnæði og útileiksvæði eru örugg og taka mið af forsendum frístundastarfs, jöfnum tækifærum og ólíkum þörfum allra barna

  • Húsnæði frístundaheimilis og útileiksvæði uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum um grunnskóla og lögum um vinnuvernd

  • Skipulag húsnæðis og útileiksvæðis gerir ráð fyrir ólíkum viðfangsefnum barna

  • Aðgengi að húsnæði hentar öllum, hvort sem er innan veggja þess eða útileiksvæði hentar öllum

 • Úrval af efniviði og búnaði er til staðar sem höfðar til mismunandi áhugasviðs barna og mætir þörfum þeirra óháð aldri og þroska

  • Fjölbreytt úrval af vistvænum og öruggum efniviði er til staðar

  • Efniviður og búnaður er yfirfarinn reglulega og endurnýjaður eftir þörfum

  • Nærumhverfi frístundaheimilis er nýtt til þess að mæta áhuga, forvitni og áskorunum barna