Skólinn

Um Grunnskóla Húnaþings vestra


Grunnskóli Húnaþings vestra tók formlega til starfa 1. ágúst árið 2000. Hann var stofnaður með sameiningu hinna fjögurra grunnskóla sem starfræktir höfðu verið í Vestur-Húnavatnssýslu, þ.e. Grunnskóla Hvammstanga, Laugarbakkaskóla í Miðfirði, Barnaskóla Staðarhrepps að Reykjum í Hrútafirði og Vesturhópsskóla að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. 
Veturinn 2000-2001 var skólinn starfræktur á fjórum kennslustöðum, þannig að á Hvammstanga voru nemendur í 1.- 5. bekk, að Reykjum voru nemendur í 1.- 6. bekk, í Vesturhópi voru nemendur í 1.- 5. bekk og á Laugarbakka voru nemendur í 6.- 10. bekk.

Frá haustinu 2001 til vors 2007 starfaði skólinn á tveimur stöðum, nemendur í 1.- 6. bekk á Hvammstanga og nemendur í 7.- 10. bekk á Laugarbakka. 

Frá haustinu 2007 til vors 2014 var 1.- 4. bekk kennt á Hvammstanga en 5.- 10. bekk á Laugarbakka.

Frá haustinu 2014 hefur kennsla farið fram á Hvammstsanga og á Borðeyri.

Frá haustinu 2016 hefur kennsla farið fram á Hvammstanga.


Skólastjóri er Sigurður Þór Ágústsson
Aðstoðarskólastjóri er Eydís Bára Jóhannsdóttir