Verklag vegna aflýsingar á skólahaldi eða skólaaksturs.

Verklag vegna aflýsingar á skólahaldi eða skólaakstri.

 

Skólastjóri ákveður í samráði við aðstoðarskólastjóra, sveitarstjóra, sviðsstjóra og leikskólastjóra að kvöldi hvort aflýsa þurfi skólaakstri eða skólahaldi næsta dag vegna appelsínugulra og rauðra viðvarana sem Veðurstofa Íslands gefur út.

 

Gul viðvörun - skólabílstjórar meta hvort akstur verði

Appelsínugul viðvörun - metið hvort skólaakstur verði

Rauð viðvörun - almennt skóla- og frístundastarf fellur niður en reynt verður að hafa skóla opna með lágmarksmönnun fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. 

 

Skólum er ekki lokað nema tilkynnt sé um það sérstaklega.

Þó viðvörun sé í gangi fyrir landshlutann þá þarf það ekki að þýða að öll svæði séu undir, þannig getur til að mynda verið aftaka veður á einum stað en ágætt annars staðar. Mikilvægt er að íbúar sem hugsa sér til hreyfings meðan viðvaranir eru í gangi fylgist einnig vel með vef Veðurstofunnar og ekki síður staðbundnum upplýsingum svo sem á samfélagsmiðlum. 

Forsjáraðilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forsjáraðilar aðstæður svo að ekki sé óhætt fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það sem lítur þá á tilvikið sem eðlilega fjarvist. 

Ávallt er farið að fyrirmælum Almannavarna.

Við mat á viðvörunum er tekið tillit til ástands vega m.t.t. hálku eða ófærðar, úrkomu og vindstyrks.

  • Ef skólaakstri er aflýst setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facebook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og sms á foreldra sem eiga börn í skólaakstri og á alla starfsmenn. 

  • Samsvarandi tilkynningar eru sendar ef ákveðið er daginn áður að skólabílar aki heim fyrr en áætlun segir til um.

  • Ef skólahaldi er aflýst setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facebook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og sms á alla foreldra og á alla starfsmenn. 

Ef skólaakstri hefur ekki verið aflýst en skólabílstjóri metur aðstæður ekki öruggar að morgni með tilliti til skólaaksturs ákveður skólabílstjóri hvort hann aflýsi akstri á viðkomandi leið. Þá lætur hann foreldra á viðkomandi leið vita og tilkynnir skólastjóra/aðstoðarskólastjóra um ákvörðun sína. 

Ef skóla er aflýst á miðjum skóladegi setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facbook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og SMS á foreldra. Ef foreldrar eru beðnir um að sækja nemendur vegna veðurs er það nánar tilgreint á heimasíðu, facebook síðu, í tölvupósti og með sms.

Samþykkt á fundi Fræðsluráðs 2. mars 2023.