Prófreglur

Prófreglur
• Nemendum ber að slökkva á farsímum og spjaldtölvum og afhenda prófyfirsetumanni áður en próf byrjar.
• Ekkert skal vera á borði nemanda nema prófgögn, skriffæri og þau hjálpargögn sem leyfð eru í prófinu. Framan á prófhefti skal skráð hvaða hjálpargögn eru leyfileg
• Ekki má yfirgefa prófstofu fyrr en eftir að próf er hálfnað ( eftir 40 mín í 80 mínútna prófi og 60 mín í tveggja tíma prófi). 
• Ekki er hleypt inn í próf eftir að einhver hefur yfirgefið prófstofu. Þeir sem koma of seint fá ekki lengri próftíma.
• Ef nemendur þurfa á salerni skal þeim fylgt.
• Ef nemendur eru staðnir að svindli í prófum skal umsvifalaust taka prófið af viðkomandi nemanda og vísa honum úr prófi. Hann fær einkunnina 1 og haft er samband við foreldra og þeir látnir vita.