Viðmiðunarreglur um flýtingu um bekk/námsgrein

Viðmiðunarreglur Grunnskóla Húnaþings vestra um flýtingu í námsgrein eða námsgreinum.

 

  1. Foreldrar eða kennari geta sótt um flýtingu í námsgrein til skólastjóra með samþykki viðkomandi nemanda. Umsóknin er rafræn og má nálgast á heimasíðu skólans. 

Skólastjóri tekur málið fyrir hjá stoðþjónustu skólans sem metur í samráði við viðkomandi kennara hvort hætta sé á að nemandi uppfylli ekki námslegar kröfur sem fylgja tvöföldu námi.

  1. Séu aðilar sammála um að flýting sé viðráðanleg fyrir nemandann útbýr viðkomandi greinakennari áætlun í náminu sem þarf að ljúka til að geta tekið stöðupróf í viðkomandi grein. Áætlunin getur samanstaðið af námsefni, leslista, dagsetningum prófa og skilaverkefnum sem eru í samræmi við nám í viðkomandi fagi.

Alla jafna er gert ráð fyrir að flýting milli námsgreina fari fram á unglingastigi til að eiga möguleika á að taka framhaldsskólaáfanga meðfram grunnskólanámi.

  1. Til að hljóta útskriftareinkunn úr tiltekinni námsgrein í grunnskóla þarf nemandi að þreyta stöðupróf sem tekur á víðtækri kunnáttu og leikni í viðkomandi fagi.

nóvember 2021

 

Viðmiðunarreglur – Beiðnir vegna flýtingar um bekk eða byrja fyrr í grunnskóla. 

Sálfræðingu fjölskyldusviðs sér um slíkar beiðnir. Eftirfarandi ferli er haft til hliðsjónar þegar ósk um flýtingu er metin:

 

1. Miða skal við að beiðnir um flýtingu fyrir komandi skólaár að hausti, komi í síðasta lagi inn í skólalok að vori, maí-júní.

 2. Miða skal við að barn skori 110 í grv. eða yfir á þroskamati skv. greindarprófi Wechslers fyrir börn (WPPSI fyrir yngstu börnin en WISC-      IV fyrir þau eldri).

 3.Miða skal við að heildarþroskastaða barns sé metin samkvæmt viðtali við foreldra og barn m.t.t, félags- og tilfinningalegs þroska þess (RCads fyrir foreldra og barn (Hegðun og líðan), GAD (Kvíði) og PHQ (Þunglyndi) fyrir barn.

 4. Miða skal við að óska heimildar foreldra til upplýsingaöflunar frá öðrum stofnunum, s.s. leikskóla og heilsugæslu varðandi heildarmat.

 5. Sálfræðingur kemur með tillögu sem mælir með/eða mælir ekki með flýtingu á grundvelli ofangreindra gagna og heildarniðurstöðu þroskamats.  Ennfremur að bæði ferlið allt og endanleg ákvörðun sé tekin í samvinnu við foreldra og barn.

6. Komi upp ágreiningur í ferlinu eða um niðurstöðu skal vísa honum til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

 

(Sérfræðiþjónusta Fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, 19. ágúst 2022,

Anton Scheel Birgisson, Cand-psych, sálfræðingur)