- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Kennarar og foreldrar verða að brýna fyrir nemendum nauðsyn þess að fara vel með bækur skólans, glata þeim ekki og skila strax eftir notkun. Við verðum að leggja áherslu á góða meðferð bóka og annarra muna skólans, því góð umgengni og góð meðferð á námsbókum gefur skólanum aukið svigrúm til meiri fjölbreytni í námsgögnum. Skólinn hefur ákveðinn kvóta til ráðstöfunar hjá Námsgagnastofnun ár hvert. Eftir því sem meðferð margnota bóka er betri og skil markvissari þá nýtist kvótinn betur í þeim tilgangi að kaupa ný og fjölbreyttari námsgögn. Við biðjum foreldra að koma að þessu máli með okkur og fylgjast með því að bækur safnist ekki fyrir á heimilunum. Glati nemandi námsbók í eigu skólans fær hann nýja gegn greiðslu. Skólinn kaupir námsgögn fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu. Foreldrar sjá um íþróttafatnað og ritföng til notkunar heima fyrir. Foreldar nemenda í 8. - 10. bekk sjá þeim fyrir ritföngum í skólanum. |