Beiðni til nemendaverndarráðs

Skólastjóri og/eða aðstoðarskólastjóri sjá um afgreiðslu beiðna
Forsaga vandans, hvenær byrjaði hann? Núverandi vandi og hversu hamlandi hann er fyrir barnið?
Hvernig gekk meðganga, fæðing, brjóstagjöf? Var hreyfiþroski barnsins með eðlilegum hætti? Ef nei, lýstu nánar. Var málþroski barnsins með eðlilegum hætti? Ef nei, lýstu nánar. Var félagsþroski (tilfinningatengsl/ leikþroski) barnsins með eðlilegum hætti? Ef nei, lýstu nánar. Hvernig er skapgerð barns, aðlögun, styrkleikar, áhugamál? Sýnir eða hefur barnið sýnt áráttu- og þráhyggjukennda hegðun, erfiðleika með augnsamband, þolir illa hávaða/áreiti eða aðra sérkennilega hegðun (rugga sér, slá höfði í, endurteknar fingra- og handahreyfingar o.fl.)?
Hver er almenn líkamleg heilsa barnsins? (Lyf, höfuðáverkar, flogaveiki ofl.) Geðsjúkdómar, meðferðir, liggja fyrir geðgreiningar?
Samsetning fjölskyldu, forræði, aldur/röð systkina, menntun og atvinna foreldra. Félagslegur bakgrunnur: fjölskylduaðstæður og -tengsl. Áföll, missir.
Leikskóli, á hvaða aldri var barn í leikskóla, stoðþjónusta, o.fl. Grunnskóli, námsstaða, aðstoð í námi.
Er geðsaga hjá stórfjölskyldu barns (geðsjúkdómar, ADHD, einhverfa, o.fl.) Er saga um annan vanda hjá stórfjölskyldu barns (lesblinda, málþroskaröskun, stam o.fl.) Er saga um misnotkun áfengis og/eða annarra vímuefna hjá stórfjölskyldu barns?
Greiningar og mat á árangri (mikilvægt að niðurstöður fyrri greininga komi fram ef þær liggja fyrir). Önnur úrræði, s.s. stuðningur, barnavernd, félagsþjónusta, TR(umönnunarmat/ bætur), aðrar stofnanir og sérfræðingar.