Um stoðþjónustu skólans

Grunnskóli Húnaþings vestra leggur áherslu á sveigjanleika í stoðþjónustu. Mikilvægt er að hafa þarfir, getu og metnað hvers og eins nemanda í huga þegar sér- og/eða stuðningskennsla er skipulögð. 

Að vori óskar skólastjóri eftir beiðnum frá kennurum um sérkennslu, stuðning, kennsluráðgjöf og/eða aðstoð. Miðað við þær óskir er öll vinna sérkennara og stuðningsfulltrúa skipulögð.  Ef frekari óskir berast eða stuðningsþörf breytist er skipulagið endurskoðað.  

Kennarar eru því ábyrgir fyrir nemendum sínum en óska aðstoðar. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á því að nemandi fái námsefni við hæfi og/eða aðlagað námsefni. Aðlagað námsefni skal ákveðið sameiginlega af kennara viðkomandi greinar, sérkennara og stuðningsfulltrúa. Á fundi þessara aðila leggur kennari fram námsefnisáherslur í sínu fagi og farið er yfir hvað hentar viðkomandi nemanda. Sérkennari leggur til leiðir, aðferðir eða útfærslu námsefnis. Kennari og sérkennari geta svo falið stuðningsfulltrúa að útbúa námsefni í undirbúningstíma sínum eftir þeirra forskrift, t.d. ljósritun, plöstun o.þ.h. 

Þegar foreldri hefur áhyggjur af námi barns síns hefur hann fyrst samband við umsjónarkennara og/eða greinakennara og ræðir um gengi nemandans, hvað sé hægt að gera til að stuðla að betra gengi. Oft er nægilegt að foreldrar og kennari vinni saman að frekari ástundun nemandans en einnig getur kennarinn óskað eftir sér- eða stuðningskennslu eða frekari athugun til náms- og kennsluráðgjafa. 

Ef foreldri hefur áhyggjur af hegðun og /eða líðan barns síns er einnig fyrst haft samband við umsjónarkennara barnsins . Umsjónarkennari getur óskað eftir aðstoð frá skólastjóra sem metur hvað ber að gera.  Eineltisteymi og/eða nemendaverndarráð tekur svo ákvörðun um hvort eigi að leggja fyrir tengslakönnun/eineltisathugun, athugun um líðan og hegðun einstaklingsins, einstaklingsviðtöl, funda með foreldrum eða veita viðtöl.  Ávallt þarf að senda inn beiðni til nemendaverndarráðs sem tekur ákvörðun um framhaldið.  Nemendaverndarráð er stoðþjónustu til halds og trausts.

Sér- og stuðningskennsla

Aðstoðarskólastjóri hefur umsjón með allri sér- og stuðningskennslu í skólanum. Hann og sérkennari meta sérkennsluþörf skólans annars vegar og hvers nemanda hins vegar. Sérkennari skipuleggur sérkennsluna þannig að kennslan nýtist hverjum og einum sem best og tímamagn skólans nýtist í heild sinni eins vel og kostur er. Aðstoðarskólastjóri er yfirmaður þeirra sem kunna að sinna sérkennslu í skólanum hverju sinni og stendur sem ábyrgðarmaður sérkennslunnar gagnvart skólastjóra. Skólastjóri ber hins vegar ábyrgðina gagnvart skólaumhverfinu. 

Með sér- og stuðningskennslu er átt við það þegar nemendur fá sérstaka námsaðstoð í tilteknum námsgreinum eða almennt, um lengri eða skemmri tíma.
Í 3. grein reglugerðar um sérkennslu segir m.a.:
“Sérkennsla felur í sér verulegar breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á.”
Sérkennslan fer fram ýmist innan eða utan bekkjar og er stuðningur við nemanda eða nemendahóp. Áherslan er ýmist á stuðningsmiðað nám sem veitir nemendum stuðning við hefðbundið námsefni bekkjarins eða þroskamiðað nám sem stuðlar að auknum þroska á hinum ýmsu þroskasviðum, t.d. skyn- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, málþroska, félags- og tilfinningaþroska.
Tilboð sérkennslunnar er þannig:
1. Aðstoð við nám samkvæmt námsáætlun bekkjarins - stuðningsmiðað nám í bekk eða námsveri.
2. Sérkennsla samkvæmt einstaklingsnámsáætlun - þroskamiðað og/eða stuðningsmiðað nám.
3. Ráðgjöf þar sem sérkennari er foreldrum og umsjónarkennurum til ráðgjafar við val á námsefni fyrir nemendur með miklar sérkennsluþarfir.
Markmiðið er að þeir nemendur sem hafa til þess forsendur fylgi námskrá/markmiðum árgangsins, annars er námskrá löguð að þroska og getu hvers og eins. Aðaláhersla er lögð á lestur. Leitast er við að veita nemendum aðstoð á sem flestum sviðum og fylgst er með námsstöðu og helstu þroskaþáttum s.s. skyn-og hreyfiþroska, málþroska, vitsmunaþroska, félags- og tilfinningaþroska. Ef nemandi á í miklum námsörðugleikum og/eða félagslegum og tilfinningalegum vanda er leitað aðstoðar sérfræðinga sem skólinn hefur aðgang að en ávallt að fengnu samþykki foreldra. 

 

Nemendaverndarráð og skólastjóri bera ábyrgð á því að einstaklingsnámskrá sé gerð fyrir alla nemendur sem njóta sérkennslu, þ.e. ef námsmarkmið einstaklingsins eru að verulegu leyti frábrugðin markmiðum hópsins. Einstaklingsnámskrá er unnin af þeim sem kennir viðkomandi nemanda sérkennslu. Skal hún unnin í samráði við ráðgjafa og umsjónarkennara viðkomandi nemanda.
Þarfir sérkennslunemenda eru ekki alltaf í samræmi við þarfir þeirra nemenda sem falla undir venjulegar bekkjarnámskrár skólans. Þessir nemendur þurfa oft sérstakt námsefni, annan hraða í yfirferð og annars konar vinnuaðferðir. Í einstaklingsnámskrá er m.a. getið um hvaða þætti skuli leggja áherslu á hjá viðkomandi nemanda, hvaða markmiðum skuli stefnt að og annað sem fram þarf að koma.

 

Þeir nemendur sem njóta sérkennslu hafa oft annað námsefni en bekkjarfélagar þeirra. Því er ekki alltaf sama próf lagt fyrir þessa nemendur. Ef námsefnið er annað, yfirferð með öðrum hætti eða metið á annan hátt en hjá jafnöldrunum eru einkunnir á vitnisburðarspjöldum merktar með athugasemd þar að lútandi.

Verklag vegna nemenda með aðlagað námsefni í upphafi annar, það er endurtekið eftir þörfum og framvindu viðkomandi nemanda.

1. Kennari/umsjónarkennari, stuðningsfulltrúi og sérkennari og/eða þroskaþjálfi funda þar sem námsefni nemendans er skilgreint.

a) Kennari leggur til kennsluáætlun og námsefni sem hann mun kenna viðkomandi bekk á komandi önn. Rætt og skoðað hvaða hluti þess námsefnis eða stökum tímum henti nemanda sem aðlaga þarf námsefni fyrir. Einnig ef skoða þarf annað námsefni, þá leggur kennari það til.

b) Sérkennari leggur til það námsefni, aðferðir og kennslutæki sem nýst hafa nemanda áður. Þeir gera einnig grein fyrir sínum áherslum í vinnu með nemanda.

c) Áherslur og námsefni sett skriflega niður í þeim tímaramma sem þykir henta.

d) Stuðningsfulltrúa er falið að útbúa námsefni ef þarf eftir forskrift frá kennurum, t.d. ljósritun, plöstun og aðra praktíska vinnu.

 

Fyrir þá nemendur sem þykja skara fram úr hvað nám varðar reynir skólinn að finna námsefni við hæfi. Þá er bent á að nemendur geta lokið skyldunámi á skemmri tíma sbr 35. gr. grunnskólalaga.

Greiningar og þjónusta við börn með greiningar

Þegar grunur kemur upp um að nemandi hafi frávik sem hafa áhrif á náms- eða félagsgetu, óska umsjónarkennari/greinakennari/foreldri eftir frekari athugun hjá nemendaverndarráði. Tilvísun er lögð fyrir nemendaverndarráð, þar sem nefndarmenn fara yfir tillögur ráðgjafa um hvers konar athugun verði framkvæmd. Út frá niðurstöðum frekari athugunar ákveða foreldrar, umsjónarkennari, sálfræðingur og skólastjórnandi sameiginlega, hvert áframhaldandi ferli verði s.s. stuðningskennsla, sérkennsla, einstaklingsviðtöl og/eða frekari greining hjá skólasálfræðingi. 

Þegar niðurstöður greininga hafa borist skólanum, eru kennarar viðkomandi nemanda kallaðir á fund og farið yfir niðurstöður greiningar. Á fundinum er einnig farið yfir óskir foreldra og nemandans, ákveðið hvernig skólinn geti sem best þjónustað nemandann og hvaða aðferðir kennarar beiti.

Kennarar munu fylgja áætlunum, fara yfir stöðu nemandans reglulega með nemandanum og/eða foreldrum. Mikilvægt er að nemandanum líði vel í skólanum og því mikilvægt að nemendur með greiningar geti fengið regluleg viðtöl hjá sálfræðingi.

3.4. Fyrirbyggjandi athuganir og mat

Umsjónarkennarar bera ábyrgð á að eftirtalin próf eru lögð fyrir í þeirra bekkjum og leita eftir samstarfi við þá aðila sem eiga að framkvæma kannanirnar

Eftirtalin próf og kannanir eru lagðar fyrir alla nemendur skólans:

Bekkur

Skimanir

Ábyrgðaraðilar

Hvenær

Leikskóli, síðasta ár

Hljóm

sérkennari

lok september 

endurtekið í lok mars

1. bekkur

-Læsi – lesskimunarpróf f. 1.b.

  1. hefti, 2.hefti, 3. hefti

- Hreyfiþroskapróf MOT

- Könnun um líðan

umsjónarkennari


sérkennari/íþróttak

skólastjórnendur

nóvember/mars/maí


miðjan október

byrjun október

nóvember

2. bekkur

-Læsi – lesskimunarpróf f. 2.b.

  1. hefti, 2. hefti

- Hraðlestrarpróf 

- Könnun um líðan

umsjónarkennari


sérk/umsjónark.

skólastjórnendur


nóvember/febrúar

sept/des/maí

nóvember

3. bekkur

- LOGOS, þættir 1,3,4

- Hraðlestrarpróf

- Talnalykill, stærðfræðisk.

- Könnun um líðan

skólastjóri

sérk/umsjónark.

stærðfr.kennari

skólastjórnendur

október

sept/des/maí

janúar

nóvember

4. bekkur

- Hraðlestrarpróf

- Könnun um líðan

sérk/umsjónark

skólastjórnendur

sept/des/maí

nóvember

5. bekkur

- LOGOS, þættir 1,3,4

- Hraðlestrarpróf

- Eineltiskönnun, Olweus

skólastjóri

sérk/umsjónark.

skólastjórnendur

október

sept/des/maí

nóvember

6. bekkur

- Hraðlestrarpróf

- Talnalykill, stærðfræðisk.

- Eineltiskönnun, Olweus

sérk/umsjónark.

stærðfr.kennari

skólastjórnendur

sept/des/maí

janúar

nóvember

7. bekkur

- Hraðlestrarpróf

- Eineltiskönnun, Olweus

sérk/umsjónark.

skólastjórnendur

sept/des/maí

nóvember

8. bekkur

- Hraðlestrarpróf

- Eineltiskönnun, Olweus

umsjónarkennari

skólastjórnendur

sept/des/maí

nóvember

9. bekkur

-LOGOS, þættir 1,3,4

- Hraðlestrarpróf

- Eineltiskönnun, Olweus

skólastjóri

umsjónarkennari

skólastjórnendur

lok október

sept/des/maí

nóvember

10. bekkur

- Samræmt próf

- Hraðlestrarpróf

- Eineltiskönnun, Olweus

skólastjórnendur

umsjónarkennari

skólastjórnendur

september

sept/des/maí

nóvember

Eftirfarandi einstaklingsprófarnir eru gerðar eftir þörfum:

Talnalykill – greinir frekar stærðfræði örðugleika LOGOS – allir þættir lesgreiningar.

Eftirfarandi prófanir eru gerðar í hópum eftir þörfum:

  • Líðan/tengslakannanir

  • Eineltiskannanir