Reglur um kosningu til nemendaráðs

Reglur um kosningar til stjórnar nemendafélags Grunnskóla Húnaþings vestra

1. gr.

Stjórn nemendafélags Grunnskóla Húnaþings vestra kallast Nemendaráð.

2. gr.  Formannskjör

Formaður er kjörinn til eins árs af nemendum 7., 8. og 9. bekkjar. Formaður situr í 10. bekk.

3. gr.  Fulltrúakjör

Nemendaráð skipa fulltrúar hvers bekkjar sem eru kjörnir til eins árs af nemendum viðkomandi bekkjar. Úr hverjum bekk situr einn fulltrúi úr nemendaráði og annar til vara. Í 10. bekk sitja tveir fulltrúar og tveir til vara.

4. gr.  Kjörgengi fulltrúa

Nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra eru kjörgengir.

5. gr.  Kjörseðlar

Umsjónarkennari skal prenta kjörseðla með nöfnum kjörgengra frambjóðenda. Kjörseðill skal bera nöfn allra kjörgengra frambjóðenda til fulltrúa þess bekkjar. Nemendur skulu merkja við tvö nöfn  fulltrúaefna á kjörseðli.

Sé merkt við færri eða fleiri nöfn en talið er hér að ofan telst kjörseðill ógildur. Kjörseðill telst ógildur ef seðillinn er merktur eða notaður á annan hátt.

6. gr. Framkvæmd kosninga

Kosningar skulu fara fram í maímánuði ár hvert hér eftir í 4., 5., 6., 7. 8. og 9. bekk. Haustið 2019 skal þó kjósa í september.

Atkvæði skulu brotin tvíbroti og skilað í þar til gerðan kjörkassa.

Þegar allir bekkir hafa kosið skal kjósa um formann í 7., 8. og 9. bekk.

7. gr.  Endurskoðun og gildistaka

Reglur þessar skulu sæta endurskoðun árlega og vera kynnt skólastjórn og nemendum eigi síðar en mánuði fyrir kjördag. Reglur þessar öðlast gildi er þau hafa verið birt á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra og staðfest af skólaráði. 

Staðfest af skólaráði 28. október 2019.