- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Grunur um ofbeldi, vanrækslu og/eða kynferðisofbeldi
Einkenni: Sýnilegir áverkar á nemanda sem erfitt er að útskýra Beinbrot, rispur og klór sjáanleg Áverkar eða marblettir á andliti, sprungin vör, áverkar á höfði… Marblettir á baki, maga handleggjum og fótum eins og eftir fingur Áverkar á innanverðum lærum, kynfærum, sviði eða kláði á innanverðum lærum Nemandi á erfitt með að sitja eða ganga Vont að pissa eða blóðleitur vökvi í buxum Sýking eða útferð Nemandi vill ekki fækka fötum í leik eða íþróttum Óeðlileg vitneskja um kynferðislegar athafnir miðað við aldur Segir frá kynferðislegri hegðun gagnvart sér. |
Grunur um andlegt ofbeldi/vanrækslu eða óviðunandi uppeldisaðstæður
Einkenni: Nemandi er illa hirtur og fatnaður illa lyktandi Vannæring Nemandi er sóttur of seint eða illa í skóla Ekki farið með barnið til tannlæknis eða læknis Nemandi sýnir almenna vanlíðan Nemandi fer að sýna óeðlilega hegðun í samskiptum og leik Nemandi segir starfsmanni/kennara frá einhverju sem telst ekki eðlilegt |
Hver ættu viðbrögð starfsmanna/kennara að vera þegar grunur vaknar um kynferðisofbeldi eða vanrækslu?
Halda ró sinni Skrá niður öll atvik þegar tækifæri gefst til Sýna ekki sterk viðbrögð með upphrópunum eða andlitssvip Mikilvægt er að hlusta á barnið og leyfa því að tala, ekki spyrja nemandann leiðandi spurninga heldur spyrja “ hvar varstu þegar það gerðist” og “hvar var hann/hún þá? Aldrei láta nemandann í hendur á foreldri eða aðstandenda ef það er sýnilega undir áhrifum áfengis eða vímuefna. |
Hvert skal starfsmaður/kennari leita til að láta vita um atburði?
Starfsmaður/kennari skal tilkynna skólastjóra/aðstoðarskólastjóra og þar er málinu velt upp eftir ástæðu þess. Þegar um greinilegan kynferðisglæp/eða ofbeldi er að ræða af einhverjum á heimili nemandans skal tilkynna strax til Barnaverndarnefndar og starfsmaður hennar tekur við málinu. Grunnskólinn tilkynnir samkvæmt 17.grein barnaverndarlaga og þá í nafni skólans en ef að skólastjórnendur vilja hins vegar ekki tilkynna getur starfsmaður/kennari tilkynnt samkvæmt 19.grein barnaverndarlaga og farið fram á nafnleynd gagnvart foreldrum. |