Skólareglur



• 1. Öll samskipti innan skólans skulu einkennast af gagnkvæmri virðingu og kurteisi. Skólinn er sameiginlegur vinnustaður nemenda og starfsfólks og innan hans er unnið afar mikilvægt starf. Reglur þessar eiga að tryggja að starf innan skólans fari sem best fram og öllum líði sem best við störf sín.
• 2. Nemendum ber að hlýða fyrirmælum starfsfólks skólans meðan þeir dvelja í skólanum og í öllu starfi á vegum skólans, ferðalögum og skólabifreiðum
• 3. Nemendum ber að mæta stundvíslega og vel undirbúnir í allar kennslustundir. Forráðamenn nemenda skulu láta vita í skólann ef veikindi eða aðrar ástæður hamla skólasókn. Einnig þarf að láta skólabílstjóra vita í slíkum tilvikum. Leyfi í 1-2 daga geta forráðamenn sótt um til umsjónarkennara. Lengri leyfi skal sækja um rafrænt á heimasíðu skólans. Ef nemandi er fjarverandi og ekki er sótt um leyfi fyrirfram skráist það sem óheimil fjarvist. Leyfi eru ekki skráð aftur í tímann.

  • Sé sýnileg þörf nemanda á sérfræðiþjónustu utan sveitafélags s.s. langveik börn eða börn sem þurfa að sækja þjálfun í skemmri eða lengri tíma er tekið tillit til þess við mat á skólasókn.


• 4. Vanda skal umgengni um skólalóð, skólann og alla muni hans. Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda innan skólans. Nemendum er óheimilt að yfirgefa skólalóð á skólatíma án leyfis.

• Sérstakar reglur í biðtíma eftir skólabíl:
• Nemendum í 1. – 6. bekk er ekki heimilt að yfirgefa skólalóð eftir að stundaskrá lýkur á meðan beðið er eftir heimferð skólabíls, t.d. vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs eða annarra einkaerinda nema með leyfi foreldra.
• Nemendum í 7. -10. bekk er heimilt að yfirgefa skólalóð eftir að stundaskrá lýkur á meðan beðið er eftir heimferð skólabíls, t.d. vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs eða annarra einkaerinda, nema foreldrar óski eftir því að nemenda sé gætt sérstaklega. 
• 5. Nemendum ber að sinna störfum sínum af fyllstu samviskusemi og virða vinnufrið annarra.
• 6. Bannað er að mæta með hluti í skólann sem geta valdið truflun, skaða eða skemmdum. Hér er t.d. átt við eldfæri og eggvopn. Farsímar og hljómflutningstæki skulu vera í töskum í kennslustundum, nema með sérstöku leyfi kennara. Truflandi eða hættulegir hlutir eru gerðir upptækir og afhentir foreldrum þegar þeir vitja þeirra. Neiti nemandi að afhenda t.d. síma skal vísa honum til skólastjóra sem kallar til foreldra við úrlausn málsins.
• 7. Nemendur skulu temja sér heilbrigðar og hollar lífsvenjur. Notkun tóbaks, áfengis og annarra vímugjafa er því bönnuð í skólanum eða starfi á vegum hans. Einu drykkjarföngin sem heimiluð er í skólanum og nemendur geta tekið með sér í skólann er vatn.
• 8. Nemendur komi ekki með peninga í skólann að þarflausu og skilji ekki verðmæti eftir í fötum sínum á göngum eða í búningsklefum. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum nemenda né fjármunum. Nemendur sem koma á hjóli eða vespu í skólann skulu vera með hjálm. Notkun á hjólum, vespum og hlaupahjólum er ekki leyfilegur á skólalóð frá 8:00 - 16:00 á starfstíma skóla.
• 9. Verkefna- og ritgerðaskil. Við skil á verkefnum/ritgerðum eftir auglýstan skiladag kennara, dregst 1,0 frá einkunn fyrir hvern dag sem skil dragast. Kennari hefur 3 vikur til að skila verkefnum aftur til nemenda nema hann auglýsi annað sérstaklega. Verkefni sem eru afrituð af netinu eða augljóslega eftir aðra fá einkunnina 1,0.
• 10. Próf. Nemendur sem ekki mæta í próf fá 1 í einkunn. Verði nemendur uppvísir að svindli á prófi fá þeir 1,0 í einkunn. Nemendur sem ekki geta mætt vegna leyfa taki próf áður en leyfi hefst, eða semja um fyrirkomulag sérstaklega við kennara. Ef nemandi er veikur á prófdegi skal hann taka prófið þann næsta dag er hann mætir í skólann.
• 11. Teymisfundir vegna einstakra nemenda. Umsjónarkennarar sitji teymisfundi vegna nemenda sinna. Þeir stýra fundi og sjá til þess að fundargerð sé rituð. Ávallt skal gefa út fundartíma í upphafi og halda sig við settan fundartíma. 
• 12. Nemendur í 1. - 7. bekk fari út í frímínútum og hafi meðferðis klæðnað sem tekur mið af veðri. Nemendur geta ekki verið inni í frímínútum ef skipulag gerir ekki ráð fyrir því, t.d. eftir veikindi. Nemendur í 8. - 10. bekk fari eftir skipulagi um frímínútur og matartíma hjá þeim. 

 13. Um viðurlög við brotum á reglum þessum skal farið eftir ákvæðum 41.greinar laga um grunnskóla nr. 66/1995  og reglugerð  um skólareglur í grunnskóla nr. 270/2000. Brjóti nemandi af sér skal starfsmaður veita honum áminningu og skrá brotið. Við endurtekin brot ræðir umsjónarkennari við nemandann og hefur samband við foreldra. Sé enn um endurtekin brot að ræða skulu skólastjórnendur ræða við nemandann og foreldra en ef allt um þrýtur er málinu vísað til umfjöllunar hjá nemendaverndarráði skólans. Við endurtekin brot á skólareglum er heimilt að takmarka þátttöku nemandans í félagslífi skólans og/eða ferðalögum á vegum skólans. Við alvarleg brot er heimilt að vísa nemendum úr kennslustundum og jafnvel tímabundið úr skóla á meðan lausn finnst á hans málum.


Unnið verður eftir þessum reglum frá og með 1. september 2019. 


Dæmi um viðbrögð við brotum
• Smávægileg brot / fyrsta brot – tiltal 
• Óhlýðni í kennslustund - brottvísun
• Skróp – haft samband við foreldra
• Skortur á heimanámi – foreldrar / úrbótavinna 
• Skemmdarverk – skaðinn bættur
• Líkamsmeiðingar – samband við foreldra
• Óhlýðni við starfsfólk eða endurtekin /alvarleg brot
• Gjörgæsla; stjórnendur / starfsmenn / foreldrar 
• Inni í frímínútum / úrbótavinna
• Útilokun úr félagsstarfi
• Brottvísun úr skóla

Matsalur / morgunhressingar
• Mikilvægt að sýna tillitssemi í matsalnum
• Forðast hávaða / samtöl milli borða
• Forðast troðning í röðinni
• Muna að morgunhressingarnar eru í staðinn fyrir nesti en ekki “fullkomnar máltíðir”
• Tyggjó á alltaf að fara í ruslafötur!

• Nemendaráð fær ákveðna fjármuni til ráðstöfunar á hverri önn. 
• Frá fjárhæðinni dregst kostnaður vegna óupplýstra skemmdarverka innan skólans