- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Mótttaka nýrra starfsmanna
Skólastjóri er ábyrgur fyrir því að nýjum starfsmanni sé veitt viðeigandi fræðsla samkvæmt móttökuáætlun.Tilgangurinn með móttökuáætlun er að kynna fyrir nýjum starfsmönnum mikilvæg atriði í skólastarfinu og auðvelda þeim að aðlagast nýjum vinnustað.
Skólastjóri:
Öryggismál
Eru minna en tvö ár frá því að viðkomandi sótti slysavarna og skyndihjálparnámskeið?
Kynning á viðbragðsáætlun og öryggisferlum skólans. Er gert á starfsmannafundi að hausti. Rýmingaráætlun á að vera við dyrnar í hverri stofu.
Staðsetning á sjúkrakassa og öryggisupplýsinga. Starfsfólk er frætt um staðsetningu sjúkrakassa og hvar teikningu er að finna. Öryggisupplýsingar eru í Starfsmannahandbók og Skólanámskrá.
Ábyrgð og hlutverk í viðbragðsáætlunum : Skólastjóri og öryggisvörður (húsvörður) er ábyrgðaraðilar og umsjónarkennarar / kennarar sjá um framkvæmd þegar bregðast þarf við.
Heilsufarsupplýsingar s.s. bráðaofnæmi er að finna á Mentor.
Húsvörður
Afhendir nýjum kennara/starfsmanni lykla (kvittað fyrir).
Skil á gögnum:
Nýir starfsmenn Húnaþings vestra þurfa í samráði við yfirmann sinn að skila ýmsum gögnum
og upplýsingum til launafulltrúa.
1. Nýting persónuafsláttar:
Starfsmenn þurfa að fara inn á þjónustusíðu RSK. Skrá sig inn á þjónustuvef með
rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þegar innskráningu er lokið er á síðunni flipi sem
heitir Yfirlit launagreiðanda. Velja skal þann flipa og sækja pdf skjal. Það skjal er síðan
hægt að prenta út og/eða senda beint á launfulltrúa í tölvupósti á netfangið
helena@hunathing.is
Skattþrep: Ef óskað er eftir að greiða í hærra skattþrep þarf að láta launafulltrúa vita
af því og einnig ef nýta á persónuafslátt maka (þá þarf einnig að skila Yfirliti
launagreiðanda vegna makans).
2. Prófskírteini og nám:
Ófaglærðir
Starfsmenn sem ráðnir eru skv. kjarasamningi Samstöðu eða Kjalar þurfa að skila
skírteini vegna stúdentsprófs og/eða annars viðbótarnáms sem lokið er. Hækkun
vegna náms tekur gildi um næstu mánaðamót eftir að slík gögn berast.
Faglærðir
Skila þarf inn prófskírteinum og leyfisbréfum (þar sem við á) vegna fagnáms. Hækkun
vegna viðbótarnáms tekur gildi um næstu mánaðamót eftir að staðfesting berst.
3. Starfstímavottorð
Skila þarf starfstímavottorði vegna persónuálags, þ.e. staðfesting fyrri vinnuveitanda
á starfstíma. Hafi félagsmaður Stéttarfélagsins Samstöðu eða Kjalar starfsreynslu frá
öðru sveitarfélagi er hún metin, óháð hvaða starfi hann gegndi þar. Hafi starfsmaður
starfsreynslu frá ríki eða úr fyrirtæki á almenna markaðnum er hún metin ef um er að
ræða sambærilegt starf við það sem hann gegnir hjá Húnaþingi vestra.
Fyrri starfsreynsla félagsmanna í fagstéttarfélögum er metin.
Vegna veikindaréttar er tekið tillit til starfsreynslu frá ríki og öðrum sveitarfélögum. Staðfestingu frá fyrri vinnuveitanda varðandi kennsluferil í leik- og grunnskólum þarf að skila til skólastjóra eða launafulltrúa vegna launaröðunar.
4. Séreignasparnaður
Ef starfsmenn hyggjast greiða í séreignarsjóð þarf að skila samningi þar um. Athugið
að í þeim tilfellum sem starfsmenn hafa áður starfað hjá Húnaþingi vestra og greitt í
séreignarsjóð þá gerist það ekki sjálfkrafa að greitt verði í séreignarsjóð þegar
starfsmaður ræður sig aftur til starfa. Samningur um sparnað þarf að liggja fyrir ásamt
beiðni frá starfsmanni þess efnis að greitt verði í viðkomandi sjóð.
5. Starfsmannafélag
Starfsmannafélag er starfrækt hjá Húnaþingi vestra. Stendur það félag fyrir
uppákomum eins og árshátíð starfsmanna annað hvert ár og jólahlaðborð
starfsmanna annað hvert ár þar sem þetta skiptist á. Einnig hefur starfsmannafélagið
staðið fyrir öðrum uppákomum.
Vilji starfsmaður vera í starfsmannafélaginu er viðkomandi beðinn um að láta
launafulltrúa einnig vita af því. Dregið er af launum starfsmanns í hverjum mánuði
gjald sem er í dag kr. 1.000,-
6. Starfsmannastefna. Einnig eru allir nýir starfsmenn hvattir til þess að kynna sér starfsmannastefnu
Húnaþings vestra
7. Gjafasjóður Grunnskóla Húnaþings vestra. Við skólann er gjafasjóður sem starfsmenn skólans greiða 1.000,- kr. á mánuði. Fjármagnið er nýtt til afmælisgjafa og til ferðalaga eða skemmtana starfsmanna.