- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Valgreinar 2019-2020
Stundaskrá verður sett upp með öðru sniði en undanfarin ár. Helsta breytingin er sú að tímar verða næsta vetur ýmist 30 eða 60 mínútur (og í einstaka tilfellum 90 mínútur) í stað 20-40-60-80 mínútur. List- og verkgreinum verður fjölgað hjá nemendum og valgreinar settar upp í lotur sem eru í 6 vikur með það að markmiðið að auka verulega fjölbreytini valgreina fyrir nemendur í 8.- 10. bekk.
Stefnt er að því að kennsla hefjist kl. 8:20 alla morgna en mismunandi eftir dögum hvenær kennslu lýkur:
Mánudaga, þirðjudaga og fimmtudaga kl. 14:30
Miðvikudaga kl. 14:00
Föstudaga kl. 13:30
Þetta er hægt með því að binda ferðlög sem 8. – 10. bekkur fer í sem val og ferðalög eru því skylda og þau tejast þá til valgreina. Með þessu móti minnkar einnig biðtími yngri nemenda þart sem kennslu allra árganga lýkur á sama tími miðvikudaga og föstudaga.
Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forrráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum. Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.
Hér er yfirlit yfir valgreinar en nánar má lesa um hverja grein HÉR
Valblaðið verður svo auglýst sérstaklega í næstu viku.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is