Valgreinadagar í Reykjaskóla

Sameiginlegir valgreinadagar Grunnskóla Húnaþings vestra, Blönduskóla og Húnavallaskóla fyrir nemendur 8. – 10. bekkjar. Verkefnið er þróunarverkefni sem skólarnir hafa fengið styrk til að vinna að. Seinni sameiginlegi valgreinadagurinn verður á Blönduósi 13. of 14. mars. Markmið verkefnisins er að auka fjölbreytni valgreina og styrkja tengsl nemenda í áhugatengdu starfi.

Hér að neðan má sjá lista yfir valgreinar sem eru í boði í Reykjaskóla 27. og 28. september 2019 fyrir 8. - 10. bekk. 

Hægt er að velja frá kl. 12:30 föstudaginn 20. september til og með mánudeginum 23. september. Nemendur sem ekki velja verður raðað í hópa af skólastjórnendum.

Kl. 12:30 föstudaginn 20. september verða rafræn valblöð virk á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra, þá verður viðkomandi valgrein með bláu letri. Smellt er á viðkomandi valgrein til að velja og þar þarf að skrá nafn, kennitölu, skóla og netfang.

Hér má skoða nánari lýsingu á valgreinunum.

Föstudagur frá kl. 15:20 - 19:00

Framreiðsla og þjónusta.

Zumba - jóga og útileikir.

Vatnslitamálun og þekjulitir.

Eldað úti - bakað brauð og köku á eldi. 

Nýsköpurnar og legósmiðja. 

Spilasmiðja.

Listasmiðja - lifandi listaverk.

Blak, bandý og, teygjur og sund. 

Dungeons and dragons.

 

Laugardagur frá 9:00 - 13:00

Zumba - jóga og útileikir 

Vatnslitamálun og þekjulitir 

Eldað úti - bakað brauð og köku á eldi. 

Nýsköpurnar og legósmiðja.

Spilasmiðja.

Listasmiðja - lifandi listaverk 

Blak, bandý og, teygjur og sund. 

Dungeons and dragons (hámark 20)

 

DAGSKRÁ

Föstudagur 27. september

15:00 - Nemendur mæta í Reykjaskóla - dót sett á herbergi.

15:20 - Kennsla hefst í valgreinum

17:00 - Hressing sem starfsmenn koma með á stöðvar.

19:00 - Kvöldverður

20:00 - Fræðsluerindi með þáttöku nemenda 

21:00 - Frjáls tími til 23:00.

22:00 - Kvöldhressing.

23:00 - Allir á herbergi - háttatími.

 

Laugardagur 28. september

8:00 - Morgunmatur

9:00 - Kennsla hefst í valgreinum

11:00 - Hressing sem starfsmenn koma með á stöðvar.

13:00 - Hádegismatur og gengið frá og þrifið í herbergjum.

14:00 - Allir koma saman og svara rafrænni könnum um valgreinadaga og koma með hugmyndir fyrir næstu valgreinadaga.

 

Nemendum 9. bekkjar verður skipt í hópa til að ganga frá matsal, þurrka af borðum o.þ.h.

Farsímar eru leyfðir í ferðinni.