Valblað opið til 5.maí 2020

Opnað hefur verið fyrir valblað 2020-2021 fyrir nemendur á unglingastigi.

Alls eru 13 námsleiðir  í boði og klára nemendur 6 námsleiðir á unglingastigi (8.9. og 10.bekk). Hver námsleið tekur eina önn og klárar því hver nemandi tvær námsleiðir á hverju skólári.  Nemendur sem eru að fara í 9. bekk haustið 2020 ljúka fjórum námsleiðum og nemendur sem eru að fara í 10. bekk ljúka tveimur námsleiðum.

Námsleiðirnar sem um ræðir eru:

1) Listir og menning

2) Félags-og sálfræði

3) íþróttir og heilbrigði

4) iðnnám og handverk

5) nýsköpun

6) undirbúningur f. framhaldsskóla f. 10.bekk

7) náttúrufræði

8) tölvur

9) tungumál

10) starfsnám

11) núvitund

12) tónlist

13) húsasmíði

 

Valgreinablaðið þarf að fylla út og skila rafrænt í síðasta lagi 5.maí 2020. Þeir sem skila eftir þann tíma eða skila ekki valblaði geta ekki vænst þess að hafa áhrif á val sitt.

Smellið á þennan link til að opna valblað 

 

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við skólastjórnendur