Val 2020-2021

Leiðbeiningar 

Sú breyting er nú á vali fyrir næstu skólaár er að nemendur velja sér námsleiðir. 13 námsleiðir verða í boði og klára nemendur 6 námsleiðir unglingastigi. Hver námsleið tekur eina önn og klárar því hver nemandi tvær námsleiðir á hverju skólári. Ekki verður hægt að velja sömu námsleið oftar en einu sinni á þessum þremur árum og því mikilvægt fyrir nemendur að skipuleggja sig að einhverju leiti fram í tímann hafi þeir mikinn áhuga á að ná ákveðnum leiðum fyrir útskrift. Hvaða áherslur verða kenndar fer svo endanlega eftir því hvað nemendur velja og hvaða kennarar eru við störf á hverjum tíma. Nemendur sem eru að fara í 9. bekk haustið 2020 ljúka fjórum námsleiðum og nemendur sem eru að fara í 10. bekk ljúka tveimur námsleiðum.

Fast val verður í klukkutíma á viku sem er utan við þær námsleiðir sem valdar eru. Innan þess vals er skólhreysti, duolingo (tungumálakennsla), tónlist og metið val og skulu nemendur velja eitt af því fyrir hvora önn. Heimilt er að vera í sama fasta vali allt skólaárið.

Valgreinablaðið þarf að fylla út og skila rafrænt í síðasta lagi 5.maí 2020. Þeir sem skila eftir þann tíma eða skila ekki valblaði geta ekki vænst þess að hafa áhrif á val sitt.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur.
Getur verið allt skólaárið ef nemendur vilja en má líka skipta um val eftir áramót. Mikilvægt að allir velji einn valmöguleikaGetur verið allt skólaárið ef nemendur vilja en má líka skipta um val eftir áramót. Mikilvægt að allir velji einn valmöguleika

Hér fyrir neðan verður þú að velja

7. bekkur:6 aðal námsleiðir og 2 til vara (af 13 námsleiðum) Einnig er gott ef þú merkir við það sem þér finnst áhugavert í þeirri námsleið sem þú velur. 

8. bekkur: 4 aðal námsleiðir og 2 til vara (af 13 námsleiðum) Einnig er gott ef þú merkir við það sem þér finnst áhugavert í þeirri námsleið sem þú velur. 

9. bekkur: 2 aðal námsleiðir og 2 til vara (af 13 námsleiðum) Einnig er gott ef þú merkir við það sem þér finnst áhugavert í þeirri námsleið sem þú velur. 

 

Námsleiðirnar sem í boði eru:

1) Listir og menning

2) Félags-og sálfræði

3) íþróttir og heilbrigði

4) iðnnám og handverk

5) nýsköpun

6) undirbúningur f. framhaldsskóla f. 10.bekk

7) náttúrufræði

8) tölvur

9) tungumál

10) starfsnám

11) núvitund

12) tónlist

13) húsasmíði. 

Byrjaðu að velja hér fyrir neðan -

6 í aðalval og 2 til vara fyrir 7. bekk

 

4 í aðalval og 2 til vara fyrir 8. bekk

2 í aðalval og 2 til vara fyrir 9. bekk