Leiðbeiningar og upplýsingar vegna kórónaveiru

Hér má nálagst viðbragðsáætlun skólans vegna hugsanlegrar kórónaveiru á Íslandi. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér almenn viðbrögð til að draga úr hættu á smiti ef veiran greinst hér á landi. Miklu máli skiptir að ræða þetta við börn án þess að valda hjá þeim ótta eða kvíða. Sömu leiðbeiningar gilda fyrir almenna inflúensu.

 

Á heimasíðu landlæknis koma eftirfarandi upplýsingar fram (samantekt):

 

Hver eru einkenni kórónaveiru?

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. 2019-nCoV getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700  varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einstaklingar með grunsamlega eða staðfesta sýkingu verða settir í einangrun skv. nánari leiðbeiningum. Einkennalausir einstaklingar sem hafa verið í samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví skv. nánari leiðbeiningum. 

Nokkur atriði frá sóttvarnarlækni (úrdráttur):

  • Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með hósta og almenn kvefeinkenni.
  • Nota pappír/klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega.
  • Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.

Er hægt að ruglast á kórónaveirusýkingu og inflúensu?

Einkenni hinnar nýju kórónaveirusýkingar geta verið svipuð inflúensu í upphafi sjúkdóms. Einkenni inflúensunnar koma oftast snögglega og lýsa sér með hita, hósta, hálssærindum, höfuðverk, vöðvaverkjum og almennri vanlíðan. Nánar

Erlendir viðbragðsaðilar

European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) - Novel coronavirus in China Opnast í nýjum glugga

World Health Organisation (WHO) – Novel Coronavirus