- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála
Nk. miðvikudag 29. nóvember kl. 18:00 – 20:00 verður haldinn vinnufundur íbúa í Félagsheimilinu Hvammstanga um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra til næstu 30 ára. Óskað er eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.
26. maí sl. skipaði byggðarráð Húnaþings vestra starfshóp sem hefur umsjón með vinnu við mat á þörfum skólans varðandi húsnæðismál hans. Starfshópurinn hefur fundað með fulltrúum helstu hagsmunaaðila en kallar nú eftir víðtækara samstarfi.
Allir áhugasamir um skipan leik-, tón- og grunnskólamála í Húnaþingi vestra velkomnir.
Boðið verður upp á súpu. Til að geta áætlað magnið þá vinsamlegast skráið þátttöku hér eða í Ráðhúsinu, fyrir kl. 12 sama dag.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is