19. fundur matsteymis

Matsteymi 019 fundur

10. febrúar 2021 kl. 12:30

Mættir:

Sigurður Þór, Eydís Bára, Hafdís Brynja, Ellen Mörk, Borghildur og Margrét Hrönn

  1. Unnið eftir matsáætlun

Farið yfir umbótaþátt 1.1 - Samvirkni í stefnumótun.

Flestum umbótaþáttum hefur verið hrint í framkvæmd. Rætt var sértaklega um framvindu þriggja þátta sem eru í vinnslu:

  • Huga að því að allir hagsmunaaðilar taki þátt í stefnumótun skólans. Menntastefna. 

    • Vinnu við menntastefnu miðar lítið áfram eftir að verkefnastjóri fór í leyfi

  • Tryggja að sérstaða skólans sé ljós öllum hagsmunaaðilum

    • Unnið samhliða gerð skólanámskrár og menntastefnu. Allir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að hafa áhrif á sérstöðu skólans. Sérstaða skólans komi fram í inngangi skólanámskrár. Sérstaða skólans: Áhersla á kynningu á héraði í námi, góður stuðningur við nemendur með frávik með stuðningsfulltrúum, móttaka fósturnemenda, samstarf við skólana í A-Húnavatnssýslum í kennslu og endurmenntun, samstarf við leikskóla, söngvarakeppni, árshátíð þar sem allir nemendur koma fram á sviði, danskennsla, samstarf við tónlistarskóla, samstarf við íþrótta- og tómstundafélög, þáttaka nemenda í atvinnulífi héraðsins.

  • Gera skólanámskrá sem uppfyllir viðmið aðalnámskrár

    • Gerð nýrrar skólanámskrár er hafin með aðkomu allra kennara skólans. Þeim var gert að skila kennsluáætlunum í upphafi skólaársins þar sem fram komu viðmið aðalnámskrár. Þessi viðmið verða grunnur að nýrri skólanámskrá sem mun gefa góða og ígrundaða mynd af áherslum, starfsháttum og hæfniviðmiðum hvers árgangs. Hefur verið birt á heimasíðu. Einnig verður lykilhæfni fléttuð inn í skólanámskrá hvers bekkjar og fags.

Fundi slitið kl. 13:05