- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
71. Fundur nemendaráðs 9. maí 2023
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Hafþór Ingi Sigurðsson,Samúel Kári Ottesen, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Tinna Kristín Birgisdóttir
Uppbrot vikuna 15. - 19. maí 2023-
Mánudagur - allt nema töskur. Hafa skóladótið í einhverju öðru en tösku
Þriðjudagur - allir með hatt og/eða sólgleraugu
Miðvikudagur - náttfatadagur. Allir að koma í náttfötum.
Föstudagur - fancy friday. Allir að mæta í fínum fötum
Peysupantanir - farnar af stað og peysurnar koma vonandi fljótlega.
Uppbrotsdagar - í lok skólaárs.
70. Fundur nemendaráðs 14. apríl 2023
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir,Samúel Kári Ottesen, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage
Kynning frá nemendaráði - Hrafney og Valgerður sýna það sem komið er fyrir kynningu vegna heimsóknar umboðsmanns barna mánudaginn 17. apríl 2023.
Uppbrot - hafa eina viku þar sem stundaskrá er ekki brotin upp en annað uppbrot verður, t.d. Engin skólataska, fancy friday o.s.frv. Hugmynd að það verði vikan 8. - 12. maí. Nemendaráð fær hugmyndir fyrir þessa viku á bekkjarfundum.
Peysupantanir - kennarar eru að fara að koma með peysur í mátun. Þarf að ýta á eftir nemendum sem ekki hafa gefið svar varðandi peysur.
Forsíða fyrir skólablað - forsíðukeppni fyrir skólablað. Nemendaráð gefur verðlaun.
Listalestin - sagt frá listalestinni sem er framundan
Matsalur - hugmynd að hafa uppbrot annað slagið í matsal, t.d. allir sem eiga afmæli í x mánuði sitja saman o.s.frv.
Samlokugrill - ósk um að fá samlokugrill í matsal.
69. Fundur nemendaráðs 27. mars 2023
Mættir: Herdís Erla Elvarsdóttir, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir,Samúel Kári Ottesen, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage
Umboðsmaður barna - umboðsmaður barna er væntanlegur í heimsókn í Húnaþing vestra þann 17. apríl. Hrafney og Valgerður undirbúa kynningu fyrir heimsóknina.
Fyrstu drög að dagskrá
10:30 Kynning og gengið um grunnskóla og tónlistarskóla.
11:10 Fundur með nemendaráði grunnskóla.
11:40 Hádegismatur með nemendum grunnskóla.
12:30 Kynning umboðsmanns fyrir nemendur grunnskóla á sal.
13:15 Kynning og gengið um leikskóla
14:00 Kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Órion og Húnaklúbbsins í Órion.
14:45 Hestafimleikar og Kormákur í íþróttamiðstöð.
15:30 Kynning á fjölskyldusviði og farsæld barna ásamt kaffiveitingum í Ráðhúsi.
16:00 Fundur með ungmennaráði.
Umræður um skólalóð
Næsti fundur föstudaginn 14. apríl kl. 8:20
68. Fundur nemendaráðs 13. mars 2023
Mættir: Herdís Erla Elvarsdóttir, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Ísey Lilja Waage, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir
Skólapeysur - tilboð komið í peysur og ákveðið að láta peysur kosta 8000 kr barnapeysur og 8500 kr fullorðins peysur.
Guðrún Ósk mun halda utan um pantanir hjá nemendum í samstarfi við foreldra.
Nemendaráð samþykkir að kaupa tvo LEGO kassa fyrir yngsta stig.
LEGO komið og mikil ánægja. Guðrún Ósk færði nemendaráði þakkir frá öllum á yngsta stigi.
Skíðaferð - Miðstig 16. mars og unglingastig 23. mars.
Nemendadagur: Ef allir nemendur eru að fara eftir símareglum þá er stefnan að endurvekja nemendadaginn.
Önnur mál
Spurt út í gardínur á glergangi.
Valla og Hrafney velja hátalara og senda á Guðrúnu Ósk.
Næsti fundur: 17. Apríl 2023 kl 8:20
Fundur nemendaráðs 27. febrúar 2023
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Samúel Kári Ottesen, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Eydís Bára Jóhannsdóttir og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir
Skólapeysur - komnar eru einhverjar hugmyndir frá bekkjum. Farið yfir tillögur frá bekkjum og kosið um slagorð og lífið er núna vann með yfirburðum.
Hláturinn lengi lífið x
Lífið er núna xxxxxx
Við erum best
Við erum frábær
Hún. vest. er best
Nýttu tækifærið meðan þú getur
Brosum og höfum gaman
Komdu fram við aðra ein og þú vilt láta koma fram við þig
Rætt um útlit á peysum. Logo á baki og nafn framan á brjósti eða merki. Fer eftir kostnaði.
Nemendaráð samþykkir að kaupa tvo LEGO kassa fyrir yngsta stig.
Verið að skoða tímasetningar á skíðaferð í næstu viku.
Rætt um símareglurnar. Þarf að ræða í bekkjum hvort allir séu að fara eftir reglunum.
Nemendadagur: Ef allir nemendur eru að fara eftir símareglum þá er stefnan að endurvekja nemendadaginn.
Önnur mál
Spurt út í skólaferðalög hjá unglingastigi.
Verðlaun fyrir hurðaskreytingarkeppnina, er komið í ferli.
Valla og Hrafney velja hátalara og senda á Guðrúnu Ósk.
Næsti fundur 13. mars kl 8:20
67. Fundur nemendaráðs 6. febrúar 2023
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Ísey Lilja Waage, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Eydís Bára Jóhannsdóttir og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir
Umgengni - Reynum aftur. Verður rætt á bekkjarfundum og nefndarmenn reyna að setja gott fordæmi. Passa upp á að allir hafi jafnan aðgang að púðum og teppum.
Skólapeysur - Finna tíma þar sem hver bekkur getur unnið í slagorði/hönnun á skólapeysum. Rætt á kennarafundi á miðvikudaginn.
Önnur mál
Þarf að fara skoða skíðaferð.
Nemendadagur, finna tíma fyrir hann, rætt á kennarafundi á miðvikudaginn.
Verðlaun fyrir hurðaskreytingarkeppnina, á eftir að græja
66. Fundur nemendaráðs 23. janúar 2023
Mættir: Herdís Erla Elvarsdóttir, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Ísey Lilja Waage, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir
Söngvarakeppni - Almenn ánægja. Hrós til kynna, frábær atriði og kennaraatriðið skemmtilegt.
Umgengni - Reynum aftur. Verður rætt á bekkjarfundum og nefndarmenn reyna að setja gott fordæmi. Passa upp á að allir hafi jafnan aðgang að púðum og teppum.
Skólapeysur - Hrafney, Valgerður og Ísey fóruu í bekki og kynntu hugmyndina fyrir öllum nema 1. bekk. Núna þarf að finna tíma þar sem nemendur geta unnið að hönnun. Koma með hugmyndabanka að slagorðum.
Önnur mál - Þarf að fara skoða skíðaferð.
Næsti fundur - 6. febrúar kl 8:20
65. Fundur nemendaráðs 10. janúar 2023
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Ísey Lilja Waage, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Söngvarakeppni - verður haldin í félagsheimilinu miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00. 10. bekkur verður með sjoppu, kynnar verða Tinna Kristín og Svava Rán
Umgengni - nemendur hvattir til að ganga frá teppum og grjónapúðum í lok dags.
Símareglur - verða teknar fyrir í fræðsluráði í byrjun febrúar.
Skólapeysur - þarf að fara að skipuleggja og hanna slagorð eða útlit á peysum. Fá hugmyndir frá öllum bekkjum sem valið verður úr. Hrafney, Valgerður og Ísey fara í bekki og kynna hugmyndina fyrir næsta fund.
Næsti fundur - mánudaginn 23. janúar kl. 8:20.
64. Fundur nemendaráðs 5. desember 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Tinna Kristín Birgisdóttir, Hrafney Björk Waage, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Símareglur - farið yfir ný drög að endurskoðuðum símareglum. Tillaga að símadagar verði 2-3 sinnum á önn.
Nemendadagur - huga að því hvað við viljum gera á nemendadegi og hvenær hann verður.
Afþreying í frímínútum - sjónvarp, nemendaráð kaupi bluetooth hátalara, vantar borðtennisspaða
Skólapeysur - hafa hugmyndakeppni um hvað verður á peysunum, slagorð, mynd, ártal o.s.frv.
Litlu jól - farið yfir drög að skipulagi litlu jóla
Næsti fundur - föstudaginn 6. janúar kl. 10:10
63. Fundur nemendaráðs 28. nóvember 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Símareglur - farið yfir drög að endurskoðuðum símareglum
Afþreying í frímínútum - bækur, spil, hátalarar. Nemendráð fær hugmyndir frá bekkjum um hvað gaman væri að hafa í boði.
Skólapeysur - nemendaráð hefur áhuga á að gerðar verði skólapeysur á þessu skólaári.
Næsti fundur - mánudaginn 5. desember kl. 8:20
62. Fundur nemendaráðs 4. nóvember 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Hafþór Ingi Sigurðsson, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Árshátíð - undirbúningur komið á fullt hjá nemendum.
Hjólabrettarampur - Húnaklúbbur er með styrk fyrir kaupum á hjólabrettarampi en þarf að finna stað fyrir hann. Hvaða tillögur hefur nemendaráð um staðsetningu? Við hliðina á ærslabelgnum, í kringum félagsheimili.
Afþreying í frímínútum - svampboltar, poolborð, spil.
Bækur - hvaða bækur vilja nemendur eiga í skólanum til að lesa t.d. í frímínútum.
Djús - spurt hvort hægt sé að hafa djús á fimmtudögum eins og var.
61. fundur nemendaráðs 24. október 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Benedikt Logi Björnsson, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Borðtennisborð - nemendaráð samþykkir að kaupa borðtennisborð á glergangi.
Árshátíð - ball eftir árshátíð til kl. 21:30. Spotify lagalisti, Hrafney og Valgerður fara í málið og þær munu einnig finna einhvern/einhverja til að stjórna dansi. Hrafney og Fróði semja ræðu fyrir árshátíð.
Mötuneyti - óskað eftir eftirréttum annað slagið.
Næsti fundur - 4. nóvember kl. 11:10.
60. fundur nemendaráðs 10. október 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Hafþór Ingi Sigurðsson, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Árshátíð - Hugmyndir frá bekkjum varðandi þema á árshátið.
Söngleikir
Star Wars
Marvel
Teiknimyndir
Íslenskt
Pirates of the Carabian
Nemendaráð hefur valið að hafa íslenskt þema og tengja við Dag eineltis sem er í sömu viku og árshátíð. Sem dæmi má nefna, íslensk lög, menning, bókmenntir, saga, einstaklingar, fatnaður, matur.
Matsalur - nemendur hafa verið að finna skítug hnífapör.
Klukkumál - vantar klukkur í nýbyggingu.
Mæting kennara í tíma - stundum mæta kennarar of seint í tíma meðan nemendur fá skráð seint ef þeir mæta of seint.
Viðtalsdagur - viðtöl nemenda úr dreifbýli þurfa ekki að vera fyrst á morgnanna.
Símareglur á unglingastigi - Skólastjórnendur skoða endurskoðun á símareglum og að senda könnun varðandi ánægju með reglurnar.
Körfuboltavöllur - Kallað eftir framkvæmdum við körfuboltavöll.
Rætt um skemmdarverk, umgengni og krot. Fulltrúar nemendaráðs ræða í bekkjunum.
Hrós dagsins - Skólastjórnendur fá hrós fyrir að vera yndislegir.
Næsti fundur - 24. október kl 12:20
59. fundur nemendaráðs 19. September 2022
Mættir: Anna Michnowicz, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Fróði Sveinsson, Hrafney Björk Waage, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Árshátíð - Vera ekki með stórt leikrit á hverju ári. Hugmynd að hafa frekar þema sem hver bekkur getur útfært fyrir sig. Skoðanakönnun í hverjum bekk og farið yfir niðurstöður á næsta fundi. Endurvekja ballið og byrja t.d. Kl 18.
Umræður um dagsetningu á Árshátíð hvort það væri betra að hafa hana eftir áramót.
Matsalur - Rætt um skemmdir á hnífapörum í matsal. Fulltrúar nemendaráðs ræða á bekkjarfundum.
Bekkjaferðir á unglingastigi: Spurt um skólaferðir og umræða um að þeim hafi fækkað síðustu ár. Nemendaráð myndi vilja fá fleiri ferðir í líkingu við það sem áður var.
Orion - spurt eftir hvenær starfsemi hefst.
Hádegismatur: Vantar soyasósu með hrísgrjónunum. Nemendaráð talar um að maturinn sé ekki góður. Maturinn ekki nægilega eldaður eða of eldaður. Maturinn orðin kaldur þegar unglingastig kemur í mat.
Matarreglur: Rætt um að sumir nemendur koma með mat og borða í matsal. Spurt hvort það sé hægt að afskrá sig úr mat og ákveðið að taka umræðu við starfsmenn varðandi þetta.
Næsti fundur 3. október kl 12:20.
58. fundur nemendaráðs 31. ágúst 2022
Mættir: Herdís Erla Elvarsdóttir, Guðni Þór Alfreðsson, Emelía Íris Benediktsdóttir, Samúel Kári Ottesen Brynjarsson, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Tinna Kristín Birgisdóttir, Fróði Sveinsson, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir
Kosning formanns - Hrafney Björk kosin formaður og Fróði varaformaður
Miðstigsferð. Ákveðið að nemendasjóður bjóði upp á kvöldverð í ferðinni.
Matartími - spurt hvort nemendur geti valið ákveðna daga sem þeir eru í mat.
Klukkumál - vantar klukku í matsalinn
Útisvæði - vantar fleiri leiktæki
Árshátið - byrja að hugsa og ræða í bekkjum hvernig við viljum hafa fyrirkomulag árshátíðar.
Myndmennt - óskað eftir að fá að nota akrýlmálningu
Næsti fundur, mánudaginn 19. september kl. 12:20
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is