Matsteymi 009 fundur
12. febrúar 2020
Mættir:
Sigurður Þór, Eydís Bára, Hafdís Brynja, Borghildur
- Ytra mat. Farið yfir starfsáætlun í tímaröð.
Gera þarf tilfærsluáætlun við skólalok og milli skóla
Eftir á að uppfæra vinnsluskrá vegna útprentunar á gögnum úr mentor við skólalok og á flutningi milli skóla.
Vinna móttökuáætlun fyrir nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda
- Verklag nemendaverndarráðs vegna beiðna og umfang þjónustu . Þarf að uppfæra að litlu leyti og verður tekið fyrir á nemendaverndarráðsfundi á morgun.
- Unnið hefur verið verklag um gerð einstaklingsnámskrár og birt á heimasíðu.
Huga að því að nemendur séu með í ráðum við gerð einstaklingsnámskráa þegar við á.
- Unnið hefur verið verklag um gerð einstaklingsnámskrár og birt á heimasíðu.
Þjálfa nemendur markvisst í að setja sér markmið og nýta í náminu.
- Innleiðing leiðsagnarmats á síðustu þremur árum leggur áherslu á þessa þætti. Unnið er að því að samræma námsmat á mentor.is og Google classroom til að styrkja leiðsagnarmatið.
Fjölga verkefnum þar sem nemendum gefst kostur á að tengja námið sínu áhugasviði.
- Unnið er að auknum möguleikum á þessu sviði í gegnum Google classroom. Einnig er unnið að því að setja upp val með öðrum hætti þar sem hver önn tengist tilteknu áhugasviði.
Vinna að því að ná stöðugleika í samræmdum prófum í fjórða og sjöunda bekk og bæta árangur í prófunum á elsta stigi.
- Endurskoðað verður verklagið „Markviss yfirferð samræmdra prófa“. Úrvinnsla Skólapúlsins á samræmdum prófum verður nýtt við þá vinnu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.