10. fundur matsteymis 4. mars 2020

Matsteymi 010 fundur

4. mars 2020

Mættir:

Sigurður Þór, Eydís Bára, Hafdís Brynja, Borghildur, Ellen Mörk,

  1. Ytra mat. Farið yfir starfsáætlun í tímaröð.

Gera þarf tilfærsluáætlun við skólalok og milli skóla

Búið er að uppfæra vinnsluskrá og senda á starfsmenn.

Vinna móttökuáætlun fyrir nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda

  • Verklag nemendaverndarráðs vegna beiðna og umfang þjónustu . Þarf að uppfæra að litlu leyti og seinni umræða verður tekin á næsta nemendaverndarráðsfundi.

Þjálfa nemendur markvisst í að setja sér markmið og nýta í náminu.

  • Innleiðing leiðsagnarmats á síðustu þremur árum leggur áherslu á þessa þætti. Unnið er að því að samræma námsmat á mentor.is og Google classroom til að styrkja leiðsagnarmatið.
  • Kennarar geri grein fyrir í kennsluáætlunum hvernig þeir hvetji nemendur til að setja sér markmið.

Fjölga verkefnum þar sem nemendum gefst kostur á að tengja námið sínu áhugasviði.

  • Unnið er að auknum möguleikum á þessu sviði í gegnum Google classroom.
  • Unnið að því að setja upp val með öðrum hætti þar sem hver önn tengist tilteknu áhugasviði.
  • Mikið er unnið með áhugasviðsþætti innan smærri verkefna í hverju fagi.

Setja tímasetningar í umbótaáætlun.

  • Tímasetningar hafa verið settar í umbótaáætlun

Gera þarf matsáætlun til eins árs.

  • Þriggja ára matsáætlun skólans römmuð inn fyrir hvert skólaár.

Skilgreina viðmið um þann árangur sem stefnt er að í öllum þáttum innra mats.

  • Matsteymi leggur til viðmið um árangur á hverju sviði og undirþáttum þeirra eins og við á.

Bera umbótaáætlun formlega undir skólaráð.

  • Umbótaáætlun hefur verið borin formlega undir skólaráð og fræðsluráð.

Setja í starfsáætlun hvaða þættir eru skoðaðir í innra mati á skólaárinu

  • Settur verður sér kafli í starfsáætlun um hvaða þættir verða skoðaðir í innra mati skólans.

Leggja reglulega lagt mat á kennslu og fagmennsku kennara.

 

Skólastjórnendur hafa kynnt hugmyndir að mati á kennslu og fagmennsku kennara á kennarafundi haustið 2019. Frekari umræða um framkvæmd og nálgun er nauðsynleg í matsteymi og kennarahópnum. Einnig þarf að skoða leiðir til að leggja mat á störf annarra starfsmanna skólans og stjórnenda.

  • Rætt um að skólastjórnendur ræði við kennara um hvaða námsefni þeir séu að kenna, af hverju, hvað virki og hvað ekki, t.d. í starfsmannaviðtölum.
  • Kennarar hvattir til að framkvæma mat meðal nemenda á sínum störfum.
  • Rætt um að skólastjórnendur ræði við aðra starfsmenn um styrkleika þeirra í starfi og hvað þeir telji að þurfi að gera til að styrkja þá í starfi.
  • Aukið verði samstarf kennara og stuðningsfulltrúa í námsmati.

 

Fjalla ætti um í skólanámskrá helstu leiðir sem skólinn fer við að meta innra starf sitt.

  • Settur verður sér kafli í starfsáætlun um hvaða þættir verða skoðaðir í innra mati skólans.

Tryggja þarf aðkomu allra hagsmunaaðila að innramatsteyminu

  • Búið er að kjósa fulltrúa nemenda, foreldra og fræðsluyfirvalda í teyminu.

Fundargerð upplesin og samþykkt.