Vortónleikar

Þessa dagana erum við að vinna að skipulagi og dagskrá fyrir vortónleika.

Foreldrar/forráðamenn fá póst frá tónlistarskólanum eftir helgina þar sem fram kemur á hvað tónleikum þeirra barn er að spila. 

Allir tónleikarnir eru blandaðir, bæði hvað varðar aldur og hljóðfæri en þó er ákveðið þema á hverjum tónleikum. 

Á fyrstu tónleikunum eru flestir söngnemendurnir að koma fram en einnig verður flautuleikur og píanóleikur.

Á öðrum tónleikunum þann 13. maí mun Forskóli tónlistarskólans hefja tónleikana og þar munu margir af yngri nemendum tónlistarskólans einnig koma fram.

Á síðustu tónleikunum vera stærri samspilsatriði en einnig koma margir fram einir með sitt  hljóðfæri.  

Við vonumst til að sjá sem flesta á tónleikum hjá okkur!

Með kveðju frá Tónlistarskólanum.

Ps. minnum á að innritun fyrir næsta skólaár er í fullum gangi og lýkur 12. maí :)