Vordagar og verkleg náttúrufræði

Vordagar og verkleg náttúrufræði 20. - 27. maí.

 

Á þessu skólaári verður 19. maí síðasti kennsludagur samkvæmt stundaskrá og frá og með 20. maí verður skólastarfið brotið upp með áherslu á útiveru, samvinnu þvert á aldurshópa og verklega náttúrufræði sem verður tengd nánasta umhverfi skólans.

 

Þessa daga verður nemendum skipt upp í fjölmarga hópa og hvern hóp  skipa um 10 nemendur úr ýmsum aldurshópum. Hóparnir fara svo í mismunandi verkefni, fræðslu og vettvangsferðir undir leiðsögn starfsmanna skólans og Selaseturs Íslands.

 

Allir dagar byrja með umsjónarkennara en svo fara nemendur í misjöfn verkefni en allir fara í gegnum sömu verkefnin á þessum dögum.

 

Efnistökin verða eftirfarandi: Fuglaverkefni í nærumhverfinu, krabbagildrur, gönguferðir, heimsókn á Selasetur, heimsókn í gróðurhús, leikir, víðsjárverkefni, útijóga, náttúruljósmyndun, kajak, skógrækt og að lokum grillað í Hvammi.

 

Dagskrá:

Fimmtudagur 20. maí

Föstudagur 21. maí

Þriðjudagur 25. maí.

Miðvikudagur 26. maí 

Fimmtudagur 27. maí

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera og dagskrá í Hvammi, grillað í lokin.

Skólabílar aka heim kl. 14:40

Skólabílar aka heim kl. 14:10

Skólabílar aka heim kl. 14:10

Skólabílar aka heim kl. 14:10

Skólabílar aka heim kl. 13:40 frá Hvammi.

 

Það er afar mikilvægt að foreldrar sem hafa hugsað sér að sækja um einhver leyfi fyrir börn sín í maí geri það sem allra fyrst til að skipulag, innkaup og hópaskiptingar verði réttar. Við minnum á að leyfi í staka daga er hægt að sækja um hjá ritara en fyrir fleiri en tvo daga þarf að fylla út eyðublað á heimasíðu skólans, https://grunnskoli.hunathing.is/is/leyfi-i-3-daga-eda-lengur

 

Vegna framkvæmda verður starfsmannainngangi að vestan lokað frá og með 21. maí. Skrifstofur skólastjórnenda og ritara verða frá þeim degi í stofu 3, syðst í skólanum á jarðhæð.

 

Bestu kveðjur

Skólastjórnendur