Vordagar og skólalok

Foreldrar og forráðamenn.

Nú er skólaárið farið að styttast í annan endann og á morgun hefst 5 daga vorverkefnalota þar sem áhersla verður lögð á verklega náttúrufræði og útiveru í samvinnu við Selasetur Íslands og fleiri aðila. 

Foreldrar eru beðnir um að passa vel upp á það að nemendur séu klæddir til útiveru stóran hluta dagsins. Hver dagur byrjar hjá umsjónarkennara en svo er nemendum skipt upp í misstóra hópa til að taka þátt í margvíslegri dagskrá. Hópununum er blandað þvert á aldur og því munu nemendur á ólíkum aldri vinna saman.

Dagskrá:

Fimmtudagur 20. maí

Föstudagur 21. maí

Þriðjudagur 25. maí.

Miðvikudagur 26. maí 

Fimmtudagur 27. maí

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera, samvinna þvert á aldurshópa og verkleg náttúrufræði.

Útivera og dagskrá í Hvammi, grillað í lokin.

Skólabílar aka heim kl. 14:40

Skólabílar aka heim kl. 14:10

Skólabílar aka heim kl. 14:40

Skólabílar aka heim kl. 14:40

Skólabílar aka heim kl. 12:40 frá Hvammi.

Við minnum á að föstudagurinn 28. maí er starfsdagur og þá er frístund opin en engin kennsla. 

Mánudaginn 31. maí er starfsdagur og skólaslit. Frístund er lokuð þennan dag en skólaslit verða kl. 15:00 í íþróttamiðstöð. Vonandi verða samkomutakmarkanir okkur hliðhollar en ef fjöldatakmarkanir breytast ekki verulega mun eingöngu foreldrum 10. bekkjar verða boðið að koma á skólaslit. Ef öðrum foreldrum verður ekki heimilt að mæta á skólaslit verður skólaakstur fyrir nemendur þann dag. Það verður nánar tilkynnt í næstu viku.

Skólastjórnendur