Vígsla nýbyggingar

Í gær, 26. apríl fór fram vígsla á nýbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla. Flutt voru stutt ávörpu og flutt tónlistaratriði. Forseti Íslands talaði til nemenda og gaf sé svo tíma til að spjalla við þá og þeir fengu að taka myndir af sér með honum. Fallegur, góður og hátíðlegur dagur enda tilefnið stórt. Sveitarstjórn færðu skólunum hljóðkerfi að gjöf í tilefni dagsins og bauð upp á kaffiveitingar. Fjölmargir nýttu sér svo opið hús í kjölfarið og skoðuðu nýju bygginguna.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins og myndir frá vígslunni.