- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Á morgun eru foreldrar og nemendur boðaðir í viðtal þar sem farið er formlega yfir námsmat. Ef viðtalstími er óljós er hægt að fá upplýsingar um hann hjá ritara skólans.
Í dag kl. 13:00 verður búið að færa inn á hæfnikort nemandans það mat sem á við hverju sinni og það sem áður hefur verið metið. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér hæfnikort nemandans þar sem eingöngu er afhent samantekt í viðtali. Þeir sem ekki ná tökum á umhverfinu í Mentor geta óskað eftir hæfnikortinu á PDF formi í tölvupósti, grunnskoli@hunathing.is. Einstaka námsgreinar í hæfnikorti er svo hægt að skoða með umsjónarkennaranum í viðtalinu ef kennari, foreldri eða nemandi óska þess. Spurningar um hæfnikort í námsgreinum sem umsjónarkennari kennir ekki skal beina til viðkomandi kennara. Hægt er að fá viðtal hjá öllum kennurum skólans á viðtalsdegi.
Ef foreldrar vilja hitta aðra kennara en umsjónarkennara skal leitað til ritara sem vísar á viðkomandi kennara.
Á myndinni er dæmi um samantekt sem afhent er í viðtali við umsjónarkennara í janúar. Til að skoða hvaða hæfniviðmið er átt við í þessari samantekt þarf að skoða hæfnikort nemandans í viðkomandi námsgrein.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is