Viðmiðunarstundaskrá 2020-2021

Viðmiðunarstundaskrá fyrir skólaárið 2020-2021 hefur verið gefin út. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á henni í 1. – 4. bekk. Tölvukennsla hefur verið færð til frá 1. og 2. bekk og yfir í 3. og 4. bekk til þess að gera kennslustundir að klukkustund, 30 mínútna tímar hjá þessum aldurshópi hafa ekki gengið sem skyldi.

Viðmiðunarstundaskrá má nálgast undir flipanum NÁM OG KENNSLA eða með því að smella hér.

Fyrirspurnum og athugsemdum um viðmiðunarstundaskrá skal beina til skólastjóra.

Viðmiðunarstundaskrá er það plagg sem grundvallar skipulag náms og kennslu hvers vetrar og skal vera í samræmi við ákvæði Aðalnámskrár.