Viðburðir sem falla niður

Á fundi skólastjórnenda í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum þann 26. janúar var ákveðið að fella niður alla sameiginlega viðburði út þetta skólaár til að sýna gott fordæmi á viðkvæmum tímum í baráttunni gegn COVID-19 og einnig er ekki víst að fjöldatakmörk leyfi slíka viðburði. Þetta á við um alla viðburði þar sem nemendur úr mismunandi skólum blandast.

Framsagnarkeppni - verður haldin í hverjum skóla fyrir sig

Valgreinahelgar - falla niður

Íþróttdadagur unglingastigs - fellur niður

Íþróttadagur miðstigs - fellur niður.

Skólastjórnendur