Vetrarfrí, öskudagur, skíðaferð og skóladagatal

Í næstu viku verður vetrarfrí í skólanum, 15. og 16. febrúar. Þá liggur öll starfsemi skólans niðri, þar með talið frístund. Kennsla hefst aftur á öskudegi samkvæmt stundaskrá.

Á öskudegi hefur nemendaráð ákveðið að ganga ekki á milli fyrirtæka þetta árið. Dagskrá verður fyrir hvert aldursstig í íþróttahúsi innan stundaskrár og fyrirtæki sem vilja gleðja nemendur með nammi koma því til skólans sem mun útdeila því til þeirra í lok dags.

23. og 24. febrúar hefur verið ákveðið að fara með nemendur í skíðaferð. 5. - 7. bekkur fer þriðjudaginn 23. febrúar og unglingastig miðvikudaginn 24. febrúar.

Farið verður á skíðasvæði Tindastóls. Báða dagana verður lagt af stað frá skólanum kl. 8:20 og rútan kemur aftur um kl. 14:15 svo allir komast heim með skólabílum eða í aðra tómstundadagskrá eftir skóla. Nemendur sem eiga sjálfir skíðabúnað eru hvattir til að hafa hann með en öllum nemendum stendur til boða að fá skíði á skíðasvæðinu. Athugið að nemendur þurfa ekki að greiða fyrir ferðina eða annað á skíðasvæðinu. Við hvetjum alla til þess að fara með í ferðina en ef vitað er um forföll er gott að fá vitneskju um það sem allra fyrst vegna skipulagningar.

Drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2021-2022 hafa verið birt á heimasíðu skólans og er frestur til að skila inn athugasemdum eða tillögum til 26. febrúar.

Skólastjóri