Verkleg náttúrufræði

Við erum svo einstaklega heppin að vera komin með dýralækni í kennarahópinn okkar.  Sonja Líndal hefur hafið störf hjá okkur og kennir hún meðal annars val í verklegri náttúrufræði.

Fyrsti tíminn var í vikunni þar sem Sonja kom með innyfli úr hesti sem nemendur krufðu með Sonju og lærðu um hvernig þau virka.

Sonja kom með lungu sem hún blés upp fyrir nemendur svo þeir gætu gert sér grein fyrir stærð þeirra og virkni.

Hér má sjá myndband af því.