Verklagsreglur vegna beiðna til nemendavendarráðs
drög í mars 2018
Þessar verklagsreglur eru settar til þess að auka skilvirkni og draga úr biðlistum sem hafa myndast vegna beiðna hjá nemendaráði.
Greiningar
- Staða nemenda er skoðuð hjá öllum kennurum viðkomandi með skriflegri samantekt (töflu).
- Þroskaþjálfi eða sérkennari sjá um forgreiningu og skila niðurstöðum til nemendaverndarráðs.
- Próf/forgreiningartæki: (verður skoðað af Ester, Jennýju og Ingveldi)
- Beiðnir um þroskamat eru metnar út frá fyrirliggjandi gögnum og/eða greiningum.
Sérkennsla
- Sértæk námsúrræði
- Staða nemenda er skoðuð hjá öllum kennurum viðkomandi með skriflegri samantekt (töflu).
- Talmeinafræðingur.
- Ef nemendur falla undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands eru beiðnir samþykktar.
- Ef nemendur falla ekki undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands hefur skólinn milligöngu um talmeinaþjónustu og foreldrar greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi talmeinafræðings.
Líðan
- Skólahjúkrunarfræðingur
- Náms- og starfsráðgjafi (stefnt að því að hafa náms- og starfsráðgjafa frá og með næsta hausti)
Kvíði
- Greinandi skimunarpróf sem sérkennari/þroskaþjálfi/skólahjúkrunarfræðingur leggja fyrir.
- Skólahjúkrunarfræðingur
- Ef þörf er fyrir sálfræðiþjónustu eða frekari meðferð er vísað til heilsugæslu.
- Alvarleg mál sem bregðast þarf við tafarlaust eru skoðuð með félagsþjónustu.
Sálfræðiþjónusta
- Foreldrar geta óskað sálfræðiþjónustu – viðtalstíma og skólinn hefur milligöngu um það og foreldrar greiða fyrir sálfræðitíma samkvæmt gjaldskrá viðkomandi sálfræðings.
- Foreldrar geta leitað beint til heilsugæslu um sálfræðiþjónustu í gegnum heimilislækni.
- Alvarleg mál sem bregðast þarf við tafarlaust eru skoðuð með félagsþjónustu.
Athugasemdir eða fyrirspurnir við drög að verklagsreglum er til 15. apríl 2018. Athugasemdir berist á netfangið grunnskoli@hunathing.is.