Verkefni dagsins

 Í dag hafa kennarar og starfsmenn skólans fundað með skólstjórnendum í gengum fjarfundarbúnað. Þar var farið yfir það sem kennarar hafa þegar gert og í framhaldinu búin til teymi sem vinna saman að útfærslum á námi fyrir nemendur.

Á morgun, föstudag, munu umsjónarkennarar hringja í alla nemendur og taka stöðuna hjá þeim.

Teymi kennara og annarra starfsmanna hafa nú unnið að útfærslum fyrir hvert aldursstig til að sinna námi þeirra og halda persónulegri tengingu við þá.

Stoðþjónustan hefur farið yfir þarfir nemenda sem þurfa sértækan stuðning og hvernig verður hægt að þjónusta þá. Til dæmis verður þjónsta talmeinafræðinga færð heim í gegnum tölvu, viðtöl námsráðgjafa fara fram í gegnum síma og sértæk námaðstoð verður útfærð í gegnum síma eða fjarfundarbúnað þar sem aðstæður heima leyfa.

Það er afar ánægjulegt að sjá hvaða hugmyndir starfsfólk hefur til þess að koma til móts við nemendur í þessum aðstæðum og sýnir alúð þeirra og áhuga í starfi.

Skólastjóri.