Valgreinakynning

Núna líður að því að lota 3 hefjist hjá okkur í valinu og því þurfum við að kynna fyrir ykkur valgreinar í 3. og 4. lotu.

Valgreinakynningin verður í matsalnum kl 12:30, miðvikudaginn 25. janúar.

Þar munu kennarar valgreina segja frá sínum greinum og einnig verður farið yfir framkvæmdina á valinu og tímasetningar valgreina.

Frábært tækifæri fyrir foreldra til að kynna sér vel hvað er í boði fyrir nemendur og vonumst við til að sjá sem flesta.