Valgreinadagar á Reykjaskóla 27. og 28. sept

Foreldar og nemendur í 8. – 10. bekk

Sameiginlegir valgreinadagar A- og V-Hún fyrir 8. – 10. bekk verða á Reykjaskóla 27. og 28. september.  Nemendur fara frá skólanum eftir kennslu á föstudegi, gista og koma heim um kl. 14:00 á laugardegi. Samskonar valgreinadagar verða í mars, sjá skóladagatal.

Á morgun verða þær valgreinar sem í boði verða birtar og kl. 12:30 á föstudag geta nemendur valið rafrænt á heimasíðu skólans. Fjöldatakmarkanir verða í valgreinarnar því gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Velja þarf bæði fyrir föstudag og laugardag.

Dagskrá valgreinadaga verður einnig birt á morgun á heimasíðu skólans.

Eftir hádegi á laugardag taka nemendur könnun til að meta skipulagið og valgreinarnar og það verður nýtt við skipulagningu valgreinadaga í mars.