Útboð vegna skólaaksturs - fyrirspurnir og samræmd svör.

Útboð vegna skólaaksturs - fyrirspurnir og samræmd svör.

 1.       Fyrirspurn um leiðarlýsingu á leið 6.

Villa er í leiðarlýsingu um upphafsstað aksturs, ekið verður frá Þorfinnsstöðum.

 2.       Fyrirspurn um leið 3.

Í samtölu vantar km á heimreið frá Svertingsstöðum. Rauntölur á akstursleið gilda ef um villur í samtölum í útboðsgögnum er að ræða.

 3.       Breytingar á nemendafjölda á leið 5.

Við nemendafjölda bætast 5 nemendur, aksturslengd breytist ekki. Samtala nemendafjölda á leið 5 næsta vetur verður 15.

 

Ofangreindar upplýsingar teljast til útboðsgagna hér með.