Upplýsingar um stöðuna vegna samkomubanns

Foreldrar og nemendur

Um helgina hefur verið unnið að því að setja upp drög að skipulagi á skólahaldi, skólaakstri, frístundastarfi og íþróttastarfi. Samstarf hefur verið haft við ráðuneyti, sambandið og KÍ. Búið er að gera drög að skipulagi en nokkrum spurningum enn ósvarað.

Þessi drög að skipulagi verða svo rædd í dag kl. 16:00 á fundi skólastjórnenda, sveitarstjóra, sviðsstjóra og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar.

Farið verður yfir þetta skipulag á fundi með starfsmönnum og skólabílstjórum í skólanum í fyrramálið, 16. mars. Í kjölfarið verður öllum foreldrum kynnt skipulagið á heimasíðu og í tölvupósti.

Frístund opnar kl. 12:00, mánudaginn 16. mars fyrir nemendur sem skráðir eru í frístund. Ef sérstakar ráðstafanir þurfa vegna mætingar með tilliti til sóttvarna verður viðkomandi foreldrum sent það sérstaklega.

Foreldrum er bent á netfagið siggi@hunathing.is ef spurningar eða ábendingar brenna á þeim.

 

Skólastjóri