Upplestur fyrir leik- og grunnskóla.

Það var mjög ánægjulegt að fá Birgittu Haukdal í heimsókn í dag.  Hún las nýju bókina sína, Lára fer á jólaball, og söng svo með nemendum í endann.  Það var alveg frábært að sjá hversu vel börnin skemmtu sér, hversu áhugasöm þau voru yfir lestrinum og tóku virkan þátt í söngnum.  Það er alltaf svo gaman að fá heimsókn í skólann frá skemmtilegu fólki.

Upplesturinn var samstarfsverkefni foreldrafélaga grunn- og leikskóla og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Hér má sjá krúttlegt myndband