- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Um leið og við afsökum hversu seint þessi frétt kemur inn þá gleðjumst við enn yfir þessari frábæru keppni sem haldin var 13. mars s.l.
Þennan dag unnust margir sigrar og það var virkilega gaman að sjá hversu mikið nemendur höfðu lagt á sig í undirbúningi.
Lesið var upp úr bók eftir Bjarna Fritzson og svo völdu nemendur sér einnig ljóð til þess að flytja.
Í dómnefnd sátu Þorbjörn Gíslason, Ármann Pétursson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti - Herborg Gróa Hannesdóttir
2. sæti - Emelía Íris Benediktsdóttir
3. sæti - Aníta Rós Brynjarsdóttir
Bjarni Fritzson gerði sér svo lítið fyrir og sendi öllum nemendum 7. bekkjar áritað eintak af bók og færum við honum bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem vakið hefur mikla lukku.
Myndir má sjá hér
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is