Uppfærð viðbragðsáætlun vegna neyðarstigs

Hér má nálgast uppfærða viðbragðsáætlun skólans ef upp kemur neyðarstigs almannavarna. Athugasemdir og ábendingar berist til skólastjóra.

Viðbragðsáætlun

Einnig er áætlunin undir flipanum STEFNA.

Helstu breytingar varða skipulag:

Skipulag ef upp kemur smit og skerða þarf þjónustu skóla

Hólfaskipting - en skóli opinn.

Ef upp kemur sú staða að skólinn þurfi að hólfaskipta mæta nemendur í skólann 3. hvern dag. Starfsmönnum er þá skipt í 3 hópa og halda sig í sinni heimastofu eða úti nema leiðbeiningar landlæknis heimili annað. Tilteknum kennurum og starfsmönnum er skipað niður á ákveðna bekki.

Kennarar/starfsmenn tiltekinna bekkja hafa samband við nemendur daglega í síma eða á myndfundi þá daga sem ekki er mætt í skólann. Nám er skipulagt í gegnum mentor, facbook, classroom eða aðra sambærilega miðla sem hæfa aldri og þekkingu nemenda.

Frístund er skipulögð út frá börnum forgangsaðila og aldri nemenda. 

Skóli lokar vegna smithættu eða sóttkvíar

Ef skóli lokar alfarið vegna smithættu eða sóttkvíar er kennurum og starfsmönnum skipað á tiltekna bekki.

Kennarar/starfsmenn tiltekinna bekkja hafa samband við nemendur daglega í síma eða á myndfundi. Nám er skipulagt í gegnum mentor, facbook, classroom eða aðra sambærilega miðla sem hæfa aldri og þekkingu nemenda.

Starfsmenn sem myndað hafa mótefni gegn COVID-19 eru lykilstarfsmenn sem munu halda frístund opinni fyrir börn forgangsaðila í 1. og 2. bekk.